Icesave - Glæsileg niðurstaða

Nú þykir mér týra á tíkarskarnið.

Á mannamáli merkir það að nú finnist mér brugðið ljósi á hundaskítinn.

Fyris tæpu ári þótti Joð samningurinn sem sendiherrann og heimspekingurinn lönduðu, glæsileg niðurstaða. Nú fyrst er hann að fatta að niðurstaðan var meira glötuð en glæsileg. Ekki síst vaxtakjörin, sem eru lítið skárri en lýðnum býðst hér heima.

2 - 3,5% og þá getum við farið að tala saman.

En vitanlega, eins og flestum ætti að vera orðið morgunljóst, er Joð eðal lýðskrumari. Ragnar Reykás bliknar við hliðina á honum. Hví er hann ekki í Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokknum? Jú, því þar næði hann ekki að komast í framlínuna. Framlínan er það sem öllu skiptir. Hvað maður segir og gerir er síðan algert aukaatriði.

 

En svona í framhjáhlaupi og algerlega útfyrir efnið. Mér skilst að hinir fræknu íslensku björgunarkappar á Haiti gangi undir nafninu IceSafe. Alltént mun betra orðspor sem fer af þeim en höfundum hinnar glæsilegu niðurstöðu.


mbl.is Myndu stefna á lægri vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Flott færsla, sem ég er sammála.

Best væri að ganga enn lengra og þurfa enga vexti. Þó engu væri öðru breytt en að hafa kröfuröðina samkvæmt íslenskum lögum myndu eigur þrotabús LÍ duga fyrir ábyrgð Tryggingasjóðs og rúmlega það. Þá væri minni/engin þörf fyrir ríkisábyrgð.  En ef hún væri samt veitt yrðu vextir miklu lægri, enda eru þeir iðulega í takt við þörfina og líkur á endurgreiðslu.

Krafa Íslands á bara að vera sú að farið sé að lögum. Annað ekki.

Haraldur Hansson, 16.1.2010 kl. 12:12

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

1-2% vextir eru eðlilegir þegar um upphæðir af þessum toga er að ræða auk þess sem hér er um lánafyrirgreiðslu á milli ríksisstjórna að ræða. En auðvitað eigum við ekki að þurfa ræða svona hluti þar sem mál af þessi tagi eig afyrir það fyrsta ekki að koma upp.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 16.1.2010 kl. 16:44

3 Smámynd: Elín Guðjónsdóttir

Ó ef allir hefðu bara hlustað á Kónginn þegar hann var í Kastljósinu. Loksins er fólk farið að sjá týruna.  

Elín Guðjónsdóttir, 16.1.2010 kl. 20:38

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

@ Elín.

Kónginn? Ertu að tala um hádegimóann?

Brjánn Guðjónsson, 16.1.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband