Vefkönnun RSÍ

Ég hef verið félagsmaður í Rafiðnaðarsambandi Íslands í hálfan annan áratug. Ánægður með mitt stéttarfélag og hef ekki í hyggju að yfirgefa það. Lít á mig sem rafiðnaðarmann þótt ég hafi nú í rúman áratug starfað við hugbúnaðargerð. Enda enginn eðlismunur á stafrænni vinnslu í „hardware“ eða „software.“ Stigsmunur, en ekki eðlismunur. Bitavirkjun, frekar en rafeindavirkun eða tölvunarfræði.

Nema hvað.

Um daginn sendi RSÍ vefkönnun til félagsmanna sinna. Ég þar með talinn og svaraði ég henni samviskusamlega. Sú könnun leitaði eftir vilja félagsmanna um áherslur í næstu kjarasamningum.

Nú hefur mér borist ný könnun og ég verð að viðurkenna að ekki er ég jafn sáttur við hana og þá fyrri. Hún hljómar fyrir mér sem könnun á vegum hagsmunasamtaka lífeyrissjóða. Sumar spurningar svo leiðandi og takmarkaðar að illmögulegt er fyrir mig að svara þeim. Þó mun ég reyna.

Könnunin er um lausnir á skuldavanda heimila og einstaklinga og niðurfellingu skulda. Orðalagið litað af umræðu þeirra sem hafa, vísvitandi eða óviljandi, ýmist blandað saman í einn graut leiðréttingu á þeirri eignatilfærslu sem verðtryggingin hefur haft í för með sér og lausnum handa fólki í alvarlegum skuldavanda.

Fyrir mér er um að ræða eignatilfærslu sem ekki aðeins heimili og einstaklingar hafa orðið fyrir, heldur einnig fyrirtæki. Að sama skapi ætti leiðréttingin að koma til á höfuðstól þeirra sem hafa setið á fjósbitanum og safnað stökkbreyttum verðtryggðum vöxtum á innistæður sínar. Þar með taldir lífeyrissjóðir. Með öðrum orðum, öllum innistæðueigendum. Höfuðstólar allra verðtryggðra eigna og skulda eiga að liggja til grundvallar.

Eitt skal yfir alla ganga, hvort heldur er á debit- eða credithliðinni.

Sértækar aðgerðir til handa þeim sem komnir eru í greiðsluþrot, án þess að verðtryggingin eigi þar megin hluta að máli, eru annað mál og ber ekki að blanda í umræðuna um leiðréttinguna á eignatilfærslunni.

Aftur að könnunninni. Hún þekur þrjár síður, sem eru eftirfarandi:

p1

Á fyrstu síðu eru tilgreindir þrír hópar skuldara:

1) Fólk sem ræður við sína stöðu.
2) Fólk sem er í erfiðri stöðu, en hægt er að hjálpa með niðurfellingu skulda, en 18% flatur niðurskurður væri í sumum tilfellum ekki nægjanlegur.
3) Fólk þar sem 18% niðurskurður breytir engu og mun eftir sem áður fara í gjaldþrot. 

Lánasöfnunum má þá skipta í þrjá flokka, eftir þeim:

1) Vel innheimtanleg lán.
2) Sæmilega innheimtanleg lán.
3) Illa- og óinnheimtanleg lán.

p2

Síða tvö er absúrd, að mínu mati. Hér vantar alveg aðra vinkla en þá að annað hvort fari allt til andskotans, eða til helvítis, verði skuldir leiðréttar. Þótt ekki væri nema að hafa aukaliðinn „Annað og þá hvað?“ Spurningarnar eru einhliða, leiðandi og litaðar af viðhorfi þeirra sem sömdu könnunina.

Ég tek smá fund með loftinu áður en ég svara þessu, til að komast að því hver atriðanna mér finnast best og verst: andskotans, djöfulsins eða helvítis.

Það gleymist t.d. alveg að við leiðréttingu eignaupptökunnar gætu hóparnir þrír sem skilgreindir eru á síðu eitt, breyst úr að vera:

1) Vel innheimtanleg lán.
2) Sæmilega innheimtanleg lán.
3) Illa- og óinnheimtanleg lán.

Í að vera: 

1) Frábærlega innheimtanleg lán. 
2) Vel innheimtanleg lán.
3) Sæmilega innheimtanleg lán.

Illa- og óinnheimtanlegu lánin yrðu hvort eð er að litlu leiti innheimt, en með breytingunni myndi innheimta lánanna aukast og þá spurning hver fórnarkostnaðurinn yrði, ef einhver? 

Menn gleyma því alveg að lánasöfnin yrðu vænlegri til innheimtu. Menn gleyma að taka með í reikninginn hvað myndi sparast í vinstri vasanum þótt kostnaður ykist í þeim hægri.


p3

Síða þrjú sleppur. Reyndar bara talað um stóriðju vs sprota- og tæknifyrirtæki, eins og ekkert annað sé til undir sólinni en álver eða nýsköpun. Læt það þó vera. Hér mætti t.d. gera meira af að auka virðisauka framleiðslu. Sumt yrði nýsköpun. T.d. að gera einhverja vöru úr þessu áli sem framleitt er hér. Annað, s.s. fullvinnsla fiskafla, er svo sem ekkert nýtt hér, en mætti taka upp að nýju.


Þess utan, svo ég tali bara fyrir mig. Þar sem hræðsluáróður lífeyrissjóðasinna er í þá veru að leiðrétting núna skerði lífeyrinn síðar. Þá vil ég heldur fá til baka núna, meðan ég lifi, það sem ég átti í fasteign minni fyrir þremur árum. Heldur en að geyma það þar til ég verð að öllum líkindum dauður. Einhverra hluta vegna er það svo að maður hefur meiri not fyrir peningana meðan maður tórir en eftir að maður er dauður. Eða svo er mér sagt.


Ég mun nú ganga í að svara þessari könnun sem best ég get.

 

Vil þó ítreka að ég tel fulltrúa lífeyrissjóðanna, sem og Joð, blanda saman eplum og appelsínum þegar talað er, í sömu málsgrein, um leiðréttingu á eignaupptöku og úttæði fyrir þá verst settu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úfffffff good luck !!

ég spyr sjálfa mig þó hvaða gagn gera svona kannanir  þ.e. að fá álit félagsmanna á þessum stóru málum.  Ég meina eru þeir að fara nota þetta til úrræðavinnslu  ?!?!  Efa það stórlega en já samt um að gera svara þessu með jákvæðum hug og sýna hvað manni finnst ef það er þá hægt í könnun sem þessari.  Spes !!

Jóka (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 12:44

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Fyrri könnunin, sem ég nefndi, um hugmyndir félagsmanna um áherslur í kjaraviðræðum er góð og gild. Um að gera að fá álit félagsmanna þegar móta á stefnuna áður en haldið er í slaginn.

Könnunin sem ég fjalla um hér hefur engan tilgang að mínu viti. Hér er spurt um atriði sem varða lífeyrissjóði. RSÍ er stéttarfélag en ekki lífeyrissjóður. Kannski RSÍ hafi puttana að einhverju leiti í rekstri lífeyrissjóðsins Stafa, sem ég greiði í, en þar eru fleiri en rafiðnaðarmenn. Því hefði könnunin átt að vera á vegum Stafa en ekki RSÍ.

Hlekkurinn, sem ég fékk sendan, á þessa könnun var undir slóðinni  http://www.kannanir.is/rsi/

Brjánn Guðjónsson, 21.10.2010 kl. 19:00

3 identicon

Já akkúrat launakannanir eru góðar og gildar en ég sé ekki pointið með þessari könnun.   Er sjálf nýbúin að taka þátt í einni slíkri þ.e. launakönnun en svo dettur inn e-ð undarlegt dót inná milli eins og um daginn var hringt í mig og ég beðin um að taka þátt í símakönnun í 30 mínútur um húsgagnamarkaðinn á Íslandi ....hmmm uhhh nei sama og þegið haha. 

Jóka (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 21:25

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

húsgagnamarkaðinn? meinar þá um heimsmarkaðsverð á kommóðum?

Brjánn Guðjónsson, 21.10.2010 kl. 22:04

5 identicon

Já já spurning hvort þeir ætli að byrja taka kommóður inní vísitöluverðtryggingarviðaukann.  Skal ekki segja en jú þetta er krúsjal á tímum sem þessum.  Möst !!  Ég hefði að vísu verið góð í kaflanum um húsgögn í IKEA og sölu húsgagna á Barnalandi ef þeir hefðu farið útí það en þetta var of langt f. mig að eyða hálftíma af lífi mínu í þetta......

Jóka (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 22:49

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, hví ættu kommóður eða skatthol ekki að hækka lánin okkar eins og ilmvötn, ORA baunir og saltlakkrís?

Brjánn Guðjónsson, 22.10.2010 kl. 18:15

7 identicon

jú klárlega eiginlega bara möst að hafa þær þarna inni þar sem þær tilheyra doltið svona íbúðarkaupum og heimilshaldi.  Alla vega nær lagi en saltlakkrís.  ORA mættu þó gjarnan hanga þarna inni þar sem þær þykja lífsnauðsynlegar hjá mörgum og eru í mörgum eldhússkápum, ilmvötn eru á gráu svæði aftur á móti...

Jóka (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 20:41

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eða bjúgu!

Brjánn Guðjónsson, 30.10.2010 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband