Mold á Mars

Geimfuglinn Fönix lenti í gær á plánetunni Mars. Tilgangur ferðarinnar er að kanna gæði jarðvegs til notkunar í landbúnaði, sem og að kanna hvort sífrerinn á norðurskautinu kunni að gefa möguleika á frumstæðu lífi. Þá yrði stefnt á að þar risu höfuðstöðvar Framsóknarflokksins.

Marsneskur tilvonandi kálgarður?Fyrstu myndirnar sem bárust í nótt gáfu mönnum tilefni til bjartsýni. Þær bera greinilega með sér að á Mars er að finna mold. Þó á eftir að efnagreina hana. Hugsanlega þyrfti síðar að senda annan leiðangur, áburðardreifarann Alexis, til að bæta gæði moldarinnar.

Félagsmaður Framsóknarflokksins, sem blaðamaður Bergmálstíðinda ræddi við í morgun, segir það nefnilega málið að Framsóknarflokkurinn íslenski nenni ekki að hugsa um Evrópusambandið vegna þess að þar hugsi menn um Alheimssambandið. Þó sé ekki ljóst nú hver niðurstaða ferðar Fönix verði. Það muni hinsvegar verða ljóst í sumar þegar landsfundur flokksins fer fram, undir Snæfellsjökli. Þá verði fyrst ljóst hvort Framsóknarflokkurinn fari í alheimsútrás.


mbl.is Fyrstu myndirnar frá Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband