Rockstar-nýlenduvörur hætt rekstri

Í vikunni hætti rekstri hin gamalgróna verslun, Rockstar-nýlenduvörur.

Verslunin var rekin hátt í fjörutíu ár í sama húsnæðinu við Bræðraborgarstíg og eiga ófáir íslendingar minningar tengdar henni.

Stofnandi verslunarinnar, Magni Ásgeirsson, hóf rekstur hennar eftir frægðarför sína til útlanda, í keppnina Rokkstjarna alþýðunnar. Verslunin hafði til sölu ýmsan varning er nauðsynlegur má teljast hverri alþúðurokkstjörnu, s.s. leðurólar og keðjur.

Magni segir mikla eftirsjá vera að versluninni. „Þetta hefur verið mitt annað heimili í mörg ár“ segir Magni. „Hinsvegar neyddist ég til að loka. Salan dróst svo saman eftir að heimsmarkaðsverð á leðri rauk upp.“

Minningartónleikar verða haldnir í kvöld, klukkan 20, í húsakynnum verslunarinnar. Fram koma ýmsar gamlar alþýðustjörnur s.s. Bo - ðe '69 rockstar og Bubba Mo - the 80's rockstar.


mbl.is Magni hættir verslunarrekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband