Þráhyggja Joðs?

Ég var að enda við að horfa á Silfrið, á netinu. Steingrímur Joð talaði þar vítt og breytt. Ég get alveg kvittað undir margt sem hann sagði. Norrænt velferðarþjóðfélag og blandað hagkerfi.

Málið barst að norsku krónunni. Hann talaði um að það væri nærtækasti kosturinn og játaði einnig að það myndi hafa í för með sér skert sjálfstæði.

Halló! Er hann ekki einmitt hvað mest á móti €vrópusambandsaðild á þeim forsendum, að það skerði sjálfstæðið?

Hvað er þá málið? Er betra að ganga Noregskonungi á hönd en lýðræðislegu €vrópsku samfélagi?

Maðurinn er ekki samkvæmur sjálfum sér. Er hann kannski haldinn and-€vrópu þráhyggju? Eða bara lýðskrumari?


mbl.is Vill að kosið verði í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hættu að fokka svona í honum Steingrími drengur.

Hvað er þetta, er etta persó?

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 16:18

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nei, ekkert persó. þó dettur mér alltaf Ragnar Reykás í hug þegar ég sé Joð. kannski bara vegna þess hver líkir þeir eru útlits

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 16:19

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Látteggi eins og banani.

Frussssssssssssssssssssssss

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 16:21

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mamamamama

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 16:22

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

verð þó að segja. af tvennu illu kysi ég Joð umfram Hor-te

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 16:24

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe.  Dúlla.  Sko þú ekki harðangrið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 16:24

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekki veit ég hvort er skárra í stöðunni, Noregsvæðing eða evruvæðing landsins. En ég tel að norræna velferðarmódelið sé að hruni komið og verði næst til að hrynja á eftir kapítalismanum.

Theódór Norðkvist, 2.11.2008 kl. 16:25

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er ekki sammála þér Theó. ég tel norræna módelið einmitt virka. hisvegar hafa menn að kúkað í brók hér

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 16:29

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

og allt ber að sama brunni. fjandans nýfrjálshyggjuplebbarnir hafa fengið að tröllríða um of

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 16:30

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Norræna módelið er best.

Hef prufað það á eigin skinni í þremur löndum.

Þetta er orðið eins og spjallþráður, ég merkti við færsluvöktun og sé því um leið og það kemur nýtt komment.

Ésús Brjánn, við verðum að hætta að hittast svona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 16:33

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hehehehe, en mun þægilegra en að hittast úti í sjoppu

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 16:37

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það sem ég á við er að kostnaðurinn við velferðarkerfin er orðinn svo mikill að verðmætasköpunin í löndunum stendur ekki undir því. Það er ávísun á skuldasöfnun. Hitt er annað að sú vinnuþrælkun og vaxtapíning sem viðgengst hér á landi hefur ein og sér fjölgað öryrkjum og sjúklingum á framfæri hins opinbera.

Theódór Norðkvist, 2.11.2008 kl. 16:38

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hhe, minnir mig á harðfisksalan sem stóð utan við eina mjólkurbúðina. ég sagði við hann að við yrðum að hætta að hittast svona. hann varð kjaftstopp greyið.

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 16:40

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

vandinn við velferðarkerfið hér, er að menn hafa viljað reka það eins og hvert annað fyrirtæki, með hagnaði.

tilgangur velferðarkerfis er að veita þjónustu. ekki að skila hagnaði. auðvitað eiga menn að hagræða og allt það, en þá aðeins til að bæta þjónustuna.

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 16:43

15 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

"Hvað er þá málið? Er betra að ganga Noregskonungi á hönd en lýðræðislegu €vrópsku samfélagi?" Ég spurði mig sjálfur þessarar spurningar í dag og mér finnst þetta verðug spurning. EB virðist vera mjög viðkvæmt mál innan Vinstri Grænna. Eins finnst mér jafnrétti kynjanna einsog það hefur verið matreitt af feministum innan flokksins mikið ????? Konur í lykilstöður samfélagsins. Var ekki Margareth Thatcher kona og myndum við vilja fá einhverja svipaða, bara af því að hún er kona ?????

Máni Ragnar Svansson, 2.11.2008 kl. 20:00

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Máni. ég tel ýmsa vilja konur bara vegna þess þær eru konur. án þess að hugsa um hvað þær geta eða kunna

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 20:30

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nafni er mun meiri framzóknarmaður en samanlagður þingflokkur X-Béara.

Ef honum tekzt virkilega að selja sig út sem ~femýnizdabelju líka~, þá á hann skilið forsætisráðherrastólinn eftir kosníngar, óumdeilt.

Steingrímur Helgason, 2.11.2008 kl. 20:32

18 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hann á íslandsmetið í tækifærismennsku og slær frammarana út

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 20:40

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð asnar og ég meina það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 21:10

20 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt Jenný, enda munum við kjósa Ragnar næst

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 21:21

21 Smámynd: Thee

And-Evrópu þráhyggju segir þú?
Það er ótrúlegt hvað fólk gerir alltaf í buxurnar þegar Evrópa er nefn á nafn. Ef við eigum að selja okkur þá skulum við selja okkur dýrt.

Thee, 2.11.2008 kl. 22:38

22 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það er ekki spurning um að selja sig. einungis hvar og hvernig hagsmunum okkar og barna okkar er best borgið. það er allavega deginum ljósara að þeim er ekki best borgið í höndum siðblindra eiginhagsmunaseggja, sem sjá ekki út úr rassgatinu á sér

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 22:50

23 Smámynd: Thee

„Látum nú vera hvernig kaupin gerast á eyrinni hér innanlands en þegar þetta er farið að hafa áhrif utan landsteinanna" Þetta er vandamál Íslands í hnotskurn, haft eftir IGS. Valdi fylgir spilling og meira valdi fylgir meiri spilling. Þannig að Evrópusambandinu fylgir andskoti mikil spilling. Það er engin ástæða að hoppa upp í rúm með hinum Evrópuþjóðunum þá eitthvað bjáti á. Það sem Íslendingar þurfa að gera er að rísa á afturlappirnar einu sinni og koma öllum í skilning að hér á ekki að líðast spilling.
P.S. Evrópusambandið á eitt ár eftir, mesta lagi tvö.

Thee, 2.11.2008 kl. 23:01

24 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

valdi þarf að fylgja eftirlit. það hefur vantað hér. þá á ég ekki síst við eftirlit þjóðarinnar með þeim sem hún velur til að stjórna. það eftirlit hefur ekki verið til staðar. Dabbi og Co fengið síendurtekið umboð til að halda áfram sukkinu.

kannski er þjóðin bara svona heimsk og á ekki annað skilið

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 23:13

25 Smámynd: Thee

Og þetta viðhorf sem IGS kom með er stór vandi hjá okkar stjórnmálamönnum í dag. Nógu gott fyrir Íslendinga en ekki fyrir útlendinga.

Thee, 2.11.2008 kl. 23:16

26 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

held hún hafi frekað verið að meina að karlinn má svosem bulla innanlands. fólk er farið að þekkja kauða. hinsvegar gera útlendingar það ekki og það sem meira er...þeir taka bullið hans trúarlegt. það er hættulegt.

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 23:19

27 Smámynd: Thee

Ég held frekar að hún hafi misst út úr sér sannleikann um spillingu stjórnmálamanna. Nógu gott fyrir mörinn.

Thee, 2.11.2008 kl. 23:26

28 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hver er Ragnar? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:30

29 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Reykás

Brjánn Guðjónsson, 3.11.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband