Embættismaður með lyktarskyn hefur fundist

Það sætir tíðindum að nú hefur fundist embættismaður með lyktarskyn. Það hefur löngum verið staðreynd að íslenskir þingmenn og ráðherrar hafa þjáðst af skertu lyktarskyni. Þó eru örfá dæmi um enbættismenn sem hafa enn vott af lyktarskyni, samanber seðlabankakonuna er yfirgaf þann fjóshaug um daginn.

Enn er á huldu hvað veldur, en reglan er sú að menn í æðstu stöðum finni ekki eigin skítalykt, þótt þeir mari í hálfu kafi í eigin haug. Helst er hallast að því að um sé að ræða samdaunaheilkenni. Þ.e. að menn verði svo samdauna eigin freti og ræpu að þeir hætti að skynja fnykinn. Haldi því áfram í lengstu lög að synda í haugnum.

Fræði- og vísindamenn eru þó ekki á einu máli um hvað valdi. Sumir vilja kenna um fyrrnefndu samdaunaheilkenni meðan aðrir vilja heldur kenna bræðralagsherpingi um, eða jafnvel siðleysiseitrun.


mbl.is Bogi Nilsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Ég veit ekki hvað er á bakvið þessa ákvörðun hjá honum en sómakennd, siðgæði, lyktarskyn eða samviska kemur þessarri ákvörðun ekkert við.

Thee, 4.11.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

HAHAHAHAHAHAHAHHA jESÚS MINN krullóttur þú komast mér í góða skapið ;) hehehe.....merkilega orðheppin

Halla Vilbergsdóttir, 4.11.2008 kl. 20:28

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

annaðhvort hefur Bogi Nilson samvisku eða hann fretar svona fúlu. án þess að vita hvort heldur er, geri ég það fyrir hann að gefa mér það fyrrnefnda.

Brjánn Guðjónsson, 4.11.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gaman að ég skyldi geta orðið þér gleðigjafi, Halla mín

Brjánn Guðjónsson, 4.11.2008 kl. 20:32

5 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Já það var nú lukkulegt hehe ég sá ljósið;)

Halla Vilbergsdóttir, 4.11.2008 kl. 20:33

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fðábætt

Brjánn Guðjónsson, 4.11.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband