Stefnuleysi, upplýsingaþurrð og ábyrgð(arleysi)

Það eru fleiri en íslenska þjóðin sem vilja upplýsingar frá stjórnvöldum vorum.

Það er ósköp eðlilegt að lánveitandi vilji upplýsingar frá lántakanda um ástæður láns. Lánari vill hafa einhverja hugmynd um hvort lánari muni geta greitt lánið til baka.

Að sama skapi ætti lántaki að vita hvernig hann hyggst ráðstafa lánsfénu. Í þessu tilfelli virðist hann ekki vita það. Jú, líklega hafa einhverjir ráðherrar ógreinilega hugmynd um það. Hinn raunverulegi lántaki, íslenska þjóðin, hefur hinsvegar ekki minnstu hugmynd um það. Henni er haldið í algerri þögn og óvissu.

Væri um að ræða stjórn fyrirtækis í heiðarlegum rekstri, væri búið að sparka svona stjórnendum. Það er hinsvegar ekki svo auðvelt. Eigendur okkar fyrirtækist eru undir það beygðir að stjórnendurnir sparki sér sjálfir.

Stjórnendurnir eru með allt niður um sig og skítinn upp á bak. Taka hagsmuni sín og sinna fram yfir hagsmuni heildarinnar. Hafa orðið uppvísir að vítaverðu gáleysi. Reyna síðan að klóra yfir skítinn með minnisleysi, eða að það hafi barasta gleymst að segja þeim eins og var. Svo hafa hinir ekki vit á að lýsa vantrausti á skussana.

Annar maður, gerði persónuleg mistök í gærkvöld og sagði af sér í morgun. Tíu tímum seinna. Sá maður kann að axla eigin ábyrgð og með uppsögn sinni er hann maður að meiri.

Málið er nefnilega ekki svo ýkja flókið. Þeir sem viðurkenna mistök sín og axla ábyrgðina, verður nefnilega fyrirgefið. Hinum ekki. Þeim er kannski sama. Líklega hafa þeir ekki samvisku til að hafa áhyggjur af svoleiðis smámunum.

 

Nú þarf að taka skynsamlegar ákvarðanir og það strax. Láta berast til heimsbyggðarinnar hverjar þær ákvarðanir eru, svo eitthvað fari nú að snúast til betri vegar hér.


mbl.is Finnar vilja meiri upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Geir sem vinnur á lyftara hjá ónefndu fyrirtæki hann er búinn að missa vörur af brettum fyrir milljónir. Að auki er hann búinn að keyra á flesta hillurekka og eyðileggja þá.
Nú er svo komið að hann er að verða búinn að eyðileggja lagerhúsnæðið eftir ákeyrslur og húsið er að hruni komið.
Geir neitar að segja af sér, hann segir að það sé ekki hægt að koma inn með óvanann lyftaramann þegar svona mikið er að gera.
Einnig eru raddir innan fyrirtækisins sem taka undir með honum. Þær segja að það sé betra að bíða eftir starfsmannastjóranum sem komi úr fríi eftir tvö ár.
En á meðan er hætta á að framleiðsla stöðvast í kompaníinu vegna þess að nýtilegt lagerrými er að hverfa.

Thee, 11.11.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sér í lagi þar sem gjaldeyrisforði fyrirtækisins hefur verið geymdur á téðum lager

Brjánn Guðjónsson, 11.11.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lánari Brjánn?  Hvaða orðskrýpi er nú það?

Múha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 15:19

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

bloggari er sá sem bloggar. 
nöldrari er sá sem nöldrar.
fjasari er sá sem fjasar.
lánari er sá sem lánar.

ég skal lána þér bæði nöldur og fjas, á bloggið þitt  vaxtalaust og óverðtryggt.

Brjánn Guðjónsson, 11.11.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband