Hátekjuskattur bara táknrænn, segir Ingibjörg. Björgvin veit ekki neitt

„Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að hátekjuskattur hafi komið til umræðu hjá ríkisstjórninni. Horfið hafi verið frá honum þar sem hann sé fyrst og fremst táknrænn“

Þetta er alveg rétt. Þorri fólks er á skítalaunum og ekki nema ráðherrar, banka- og auðmenn sem eru á almennilegum hákarlalaunum. Hátekjuskattur kom til umræðu á ríkisstjórnarfundi. Það var svo, eftir að húsvörður hafði bent þeim á að það hefðu bara ekki allir sömu laun og þau sjálf. Þá var hætt við.

Eitthvað varð samt að gera. Þá kom upp þessi líka snilldartillaga. Hækka neysluvörur svo um munar. Kynda vel undir verðbólgunni svo hún brenni eigur fólks sem aldrei fyrr. Það komi jafnframt harðast niður á þeim sem skulda mikið. Þetta eru almennilegar aðgerðir.

Skál fyrir því!

Eins hefur komið í ljós að það er talsvert sem Björgvin G. vissi ekki um og veit ekki um. Í raun má segja að hann viti fæst um flest, kannski bara ekkert um allt?

Fyrir utan það sem rekið hefur verið síðustu daga, um hvort og þá hvað Björgvin veit eða vissi og þá hvenær, hvernig og hvers vegna eða hvers vegna ekki.

Björgvin segist nú ekki hafa vitað að hann væri í ríkisstjórn. Hann hafi fyrst í gær frétt að hann væri viðskiptaráðherra.


mbl.is Hátekjuskattur bara táknrænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fer fram á að allir öryrkjar og eldri borgarar verði skattfríir, bara svona táknrænt.  Ha?

Létt mál og löðurmannlegt er það ekki?

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2008 kl. 15:03

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nú, ég sem hélt að galdurinn væri að níðast sem mest á þeim

Brjánn Guðjónsson, 12.12.2008 kl. 15:21

3 Smámynd: Thee

Nú á dögum þarf ráðherra ekki að vita neitt. Aðalmálið er að hann komi vel fyrir í fjölmiðlum ekki hvað hann segir.

Thee, 12.12.2008 kl. 15:36

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já auðvitað er það galdurinn.  Múha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2008 kl. 16:07

5 identicon

Þegar að Geir og Solla verða búin að ljúka sér af með allar þessar hækkanir verða ráðstöfunartekjur hjá okkur skrílnum bara svona "táknrænt"

Fýlupúki (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 17:38

6 identicon

Það sem hún meinar er að kostnaðurinn við innheimtu hátekjuskatts er svo mikill að það einfaldlega borgar sig ekki.  Að auki verður þetta til þess að þeir sem hafa há laun t.a.m. vegna mikillar yfirvinnu munu draga úr yfirvinnu til að lækka launin sín þannig að færri verða eiginlegir hátekjumenn (fyrir utan það náttúrulega að þjóðarframleiðsla dregst saman í leiðinni).

Blahh (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 00:05

7 Smámynd: Thee

Er Blahh nýr jólasveinn? S.s Píkusleikir?

Thee, 13.12.2008 kl. 13:17

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Blahh: er meiri kostnaður við rukka hátekjuskatt en annan skatt?

Brjánn Guðjónsson, 13.12.2008 kl. 15:20

9 identicon

Innheimtan er flóknari já og eftirlitið meira, en mengi skattgreiðenda minna.  Afraksturinn er sáralítill, en ég meina, þetta virkar ágætlega sem tæki til jöfnunar og til að hægja á lífsgæðaaukningu.

Blahh (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband