Algaula

Þeir sem muna eftir skífusímum, Þjóðviljanum og sjónvapslausum júlí eiga það sameiginlegt að vera a.m.k. hálfnaðir í háa elli. Einn þeirra er Óðríkur Jónsson.

Óðríkur JónssonÓðríkur val stofnandi og helsti forsprakka Óðmanna. Hljómsveitar sem starfaði á öldinni sem leið og náði nokkrum vinsældum. Eftir að Óðmenn slitu samstarfi sínu hefur Óðríkur starfað sjálfstætt, sem gaulverji.

„Þetta er bévítans hark“ segir Óðríkur um starfið. „Svona eins og vera við staurinn að reyna að verða sér úti um verkefni. Þó yfirleitt nóg að gera um helgar.“

Gaulverjar stunda þó ekki lifandi gaul eingöngu, heldur gefa þeir út líka. Nýverið sendi Óðríkur einmitt frá sér sinn fimmtánda disk, Algaula.

„Það er orðið þannig með útgáfuna líka, að það er ferlegt hark. Öllu stolið frá manni. Þess vegna ætla ég að hætta þessu“ segir Óðríkur.

Eins og lesendum er kunnugt hefur Óðríkur gefið út harorða yfirlýsingu, þar sem hann vandar netnotendum ekki kveðjurnar.

Þegar blaðamaður benti Óðríki á að almenningur greiði öll gjöld fyrir niðurhalið, þegar það kaupir sér tóma geisladiska eða mp3 spilara, til dæmis, glottir Óðríkur og skellir að lokum upp úr.

„Hahahahaha!! Þetta svínvirkaði hjá mér! Vagtna maður, vagtna! Ég varpaði bara þessari bobu til að plögga mig og plötuna mína!“

Já, gamli refurinn kann sitt fag.


mbl.is Bubbi hótar að hætta útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður

golli (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband