Stóru orðin

Ástþóri er oft heitt í hamsi.

Miðað við fyrirsagnir annarra blogga tengdum þessari frétt virðist þykja fínt að dissa Ástþór sem mest.

Ég get alveg fallist á að hann er oft stóryrður og skapheitur. Hins vegar tel ég það vera vegna þess að hann er einlægur í afstöðu sinni. Hann hefur sterkar skoðanir og fylginn sér. Það mættu aðrir og fleiri vera þannig, að fera fylgnir sér.

Ég er ekki alltaf sammála Ástþóri, en ég tel allt tal um að hann sé bjáni segja meira um þá er þannig tala en hann.

Hvort sem hugmyndir hans um atvinnusköpun eru raunhæfar eða ekki, hefur hann þó komið fram með eitthvað nýtt. Meðan aðrir hjakkast í sömu stóriðjuförunum. Ég er t.d. sammála Ástþóri um að efla þurfi smáiðnað.

Hví dettur engum í huga að búa til eitthvað úr öllu álinu? Álfelgur eða álpappír. Eða bílaíhluti eins og Stulli Jóns nefndi á borgarafundinum á Nasa.

Nei, ég tel Ástþór óvitlausan þótt hann hafi e.t.v. gapuxalegt fas. Ég mun ekki kjósa hann nú, en fyrr myndi ég kjósa hann en marga aðra.

Í sjónvarpssal í gær, talaði hann fyrir hugmynd sem hann taldi þurfa að koma í framkvæmd strax á mánudag. Hann bauð jafnframt fram krafta sína.

Steingrímur Joð sagðist þá, í sjónvarpi allra landsmanna, ætla að hringja í Ástþór á mánudag. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann reynist maður orða sinna.

 

Jæja. Best að drífa sig nú að kjósa, breytingar.


mbl.is Ástþór illur út í RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Ástþór kom skemmtilega á óvart í gær...  er ekki Steimgrímur maður orða sinna? Held hann hringi nú í Ástþór kallinn og spjalli aðeins við hann... hvort það verður á mánudaginn eða á þriðjudaginn... það er svo spurningin...

Brattur, 25.4.2009 kl. 16:06

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég geri ekki ráð fyrir öðru, að óreyndu. ætla þó að fylgjast með málinu.

Brjánn Guðjónsson, 25.4.2009 kl. 16:07

3 identicon

Við skulum kjósa Ástþór rétt fyrir áramótin — sem mann ársins! Vissuð þið annars að Ástþór og Steingrímur Jóhann eiga sama afmælisdag — 4. ágúst. Og ekki ómerkari maður en Barrack Hussein Obama deilir einnig degi með þeim.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 17:51

4 Smámynd: Landfari

Það væri nú gersamlega geðlaus maður sem ekki væri reyður út í kerfið eftir þá meðferð sem Ástþór hefur fengið.

Enn hef ég engann mann hitt sem getur réttlætt þá meðferð sem Ástþór fékk eftir að hafa dregið, að því er mér finnst, rökrétta ályktun af samþykki Dvíðs og Halldórs af Íraksmálinu. Hvað þá varið þá meðferð takmarkaðs fjármagns lögreglunnar sem fylgdi í kjölfarið.

Málið er að Ástþór er bara á undan sinni samtíð. Fyrstur með kortaviðskipti, fyrstur með hraðframköllun, fyrstur með ódýr símtöl á netinu og fyrstur með beint lýðræði. Hann á það sammerkt með Vilmundi heitnum Gíslasyni að maður getur oftast verið sammála honum þó maður sé ekki alltaf sáttur við framsetninguna. Staðreyndin er bara sú að til að ná athygli þarf að setja málin fram með sláandi hætti. Annars tekur enginn eftir.

Ástþór virðist hafa meiri áhuga á koma sínum málefnum fram en endilega að komast sjálfur á þing samanber það að hann hann bauðst til að vinna í þessum málum fyrir Steingrím. Sýnir mér hvað hann er málstaðnum trúr. 

Fannst það ekki traustvekjandi hjá Þráni Bertelssyni að finnast það fjarstæðukennt að afsala sér listamanalaunum ef hann kæmist á þing. Sagð það ekki spurningu um peninga heldur heiður. Ef hann kemst á þing skora ég á hann að halda listamannalaununum, heiðursins vegna, en afsala sér þingfarakaupi. Þau geta ekki verið spurning um heiður.

Landfari, 25.4.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband