Sykurinn er sætur

Já, blessaður sykurinn. Nú á að fara að skattleggja hann. A.m.k. þegar hann birtist í gosdrykkjum. Sykurfíklar verða því að beina neyslu sinni enn frekar að vínarbrauðum.

Annars finnst mér áhugavert að lesa önnur blogg, tengd þessari frétt.

Einn kunnur sjálfstæðisbloggari gagnrýnir þetta og kallar neyslustýringu, en gleymir þeirri staðreynd að hans eigin flokkur hefur verið duglegur við að sex- til sjöfalda verð á tóbaki seinustu 18 ár, sem part af lýðheilsulegri neyslustýringu.

Aðrir tala um skaðvaldinn sykur.

Ég ætla svo sem ekki að dásama sykur sérstaklega. Hann, eins og flest annað, er óhollur í óhófi. Þó býð ég mér og mínum börnum upp á sykraða gosdrykki þegar slíkt er keypt á mínu heimili. Mér dettur ekki í hug að bjóða þeim upp á allt E-rófið sem sykurlausu drykkirnir innihalda. Fyrir utan hve bragðvondir sykurlausu drykkirnir eru.

Varðandi sykur og tannskemmdir. Víst hefur verið sýnt fram á tengsl milli sykurneyslu og tannskemmda. Ekki ætla ég að mótmæla vísindalega fengnum niðurstöðum. Þó er málið ekki bara alveg svo einfalt. Inn í það spilar tannhirðan t.d. Eins eru önnur atriði sem valda tannskemmdum. T.a.m. bakflæði. Magasýrur eru ekki beinlínis bestu vinir tannanna. Ég hef horft upp á nammigrísi með fullkomlega heilar tennur meðan aðrir sem vart snerta sykur eiga fullt í fangi með að halda sínum heilum.

Kannski ætti heldur að skattleggja bakflæði.

 


mbl.is Sykrað gos skattlagt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr.

Sjáum hvað hefur gerst í löndum í kring um okkur. Þar hefur verið prófaður þessi skattur... Hvað gerist? Það er svo merkilegt hvað það virkar ekki, sjá til dæmis Bretland.

Hallur (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 20:43

2 identicon

heheh sko vid hofum drukkid gos og avaxtasafa i morg ar!! teim vantar bara bloraboggul!! foreldrar eru bara ekki ad fylgjast nogu vel med tannhirdu barna sinna tad er malid!! tanburstun og umhugun um tennur hefur farid minnkandi og tala nu ekki um ad tad kostar augun ur ad fara til tannleaknis a islandi!! ogmundur a frekar ad beyta ser i tvi ad koma tannlaeknum inni kerfid a islandi thannig ad hann geti sed um ad tjodin sin se saemilega tennt!!

elli (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 20:43

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

"Inn í það spilar tannhirðan t.d. ...."

Vissulega!

Ásgeir Rúnar Helgason, 14.5.2009 kl. 20:45

4 identicon

Nikkelið í kakómjólkinni er mun skaðlegra en sykurinn í gosinu.

Axel (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 21:01

5 identicon

Þetta er nú bara ódýr flugeldasýning hjá Ömma.

gunna (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 21:07

6 identicon

Er nikkel í kókómjólk?

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 21:25

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

var það ekki bara nikka? kókómjólk með harmonikkuundirspili

Brjánn Guðjónsson, 14.5.2009 kl. 21:39

8 identicon

'kakójurtinni er nikkel.

Axel (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 21:43

9 identicon

Er ekki líka að fólk hefur einfaldlega ekki efni á að senda börnin til tannlæknis. Verðskrá tryggingastofnunar hefur ekki fylgt verðlagi.

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 21:57

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það er með verðskrá Tryggingastofnunar eins og persónuafsláttinn. hvoru tveggja hefur svo að segja staðið í stað um áraraðir

Brjánn Guðjónsson, 14.5.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband