Landeigandinn á Geirsnefi

Þegar ég las viðtengda frétt spurði ég mig hvort Geirsnefið væri örugglega ekki í eigu borgarinnar og þar með almenningseign.

Ég geri ráð fyrir að Geirsnefið sé skilgreint sem útivistarsvæði, á skipulagi borgarinnar. Því ætti öllum að vera frjálst að brölta þar, fótgangandi eða reiðhjólandi. Bílaumferð ætti alfarið að vera bönnuð þar.

En, ég ætlaði að tala um landeigandann. Hundahaldarinn Arndís þykir mér tala eins og þetta sé hennar land. Talar um „óvelkomna gesti.“ Menn í hjólhýsi og „aðra óvelkomna gesti,“ skólakrakka.

Þetta er hið versta mál fyrir Arndísi. Ég sé ekki nema tvær lausnir í stöðunni fyrir hana.

Annars vegar þá lausn að girða nefið af og setja upp varðturna, svo engir óvelkomnir „gestir“ séu að trufla hana. Sú lausn er hinsvegar kostnaðarsöm og tímafrek.

Hin lausnin er mun einfaldari og skynsamlegri. Að hún losi sig við hundinn og fái sér kött.


mbl.is Styrjöld á Geirsnefi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu virkilega það illa haldinn að þú tekur því sem bezta máli að hún láti frá sér hundinn sinn og fái sér kött, svo að hver sem er geti jafnvel drepið í friði hunda á Geirsnefi?

Friðrik Þór Ólason (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, enda eru kettir miklir hugsuðir og snillingar á meðan hundar gera lítið annað en að slefa og hafa hátt.

Brjánn Guðjónsson, 19.6.2009 kl. 16:56

3 identicon

Sæll.

Er ekki eðlilegt að bola fólki frá sem gerir stykkin sín á jörðina og gerir tilraunir með hátíðnihljóð?

Merkilegt hvað sumir þurfa að kvabba og röfla um hluti sem þeir hafa ekki HUNDS vit á. En það telst jú líka vera áhugamál eins og hvað annað.

Ottó (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 17:26

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hvaða ergelsi er þetta við Brján. Mér fannst þetta fyndið.

María Kristjánsdóttir, 19.6.2009 kl. 17:28

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, sumir taka lífið heldur alvarlega

Brjánn Guðjónsson, 19.6.2009 kl. 19:29

6 identicon

Sumir taka lífið of alvarlega, sumir taka það of létt. Passaðu þig á því hvað þú segir, ef þú gerir það ekki þá færðu að kenna á því á endanum.

M.ö.o. halltu kjafti þroskahefta fíflið þitt og ekki vera gefa mönnum þitt leyfi fyrir að drepa hunda annars fólks. Þeir geta verið slefandi og haft hátt en mönnum þykir vænt um þá. Má ég þá ekki bara t.d. skjóta ömmu þína eða afa? Vita gagnslaus helvíti sem hafa ekki hundsvit á veröldinni kringum þau?

Þú ert dauður (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 19:37

7 identicon

Já, maður verður að passa sig á því sem maður segir, karma náttúrulega. Ég styð seinasta ræðumann. Brjánn villtu ekki fara niður á Geirsnef bara og segja mönnum þessa skoðun þína eða geturu bara talað gegnum ego sem þú hefur skapað á netinu?

Einar (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 19:40

8 identicon

Vá hvað þetta hundalið er tötsí! Hljóp e h hundur í það! Er ekki bara best að fara í það að lóa þeim öllum? Setja þetta bara í gasklefa,þá er ekkert voff meira!

óli (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 20:41

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já það er hundur í liðinu. Sjálfur á ég 3 gæludýr. Búrhval, fjallageit og héraskinn. En þeir eru allir bræður af abbenísku kattarkyni.

Á Geirsnefinu er bara ein lausn: Varðturnar með vélbyssuhreiðrum þar sem öllu non-hunda er eytt við fyrstu sýn.  É meina, erum við ekki öll dýravinir????

ps. Fólk á ekki hunda. Hundar EIGA FÓLK!

Ævar Rafn Kjartansson, 19.6.2009 kl. 22:32

10 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ega ekki öll dýrin í skóginum að vera vinir???

Ef ég mætti velja gæludýr þá væri það hundur... Kött get ég ekki haft og vil ekki þar sem þeir eru óalandi, páfagauka er ég með og það er hægt að temja þá.

En að því sleptu þá er bara að benda á að þó ég sé meiraa fyrir hunda þá tel ég að þeir egi heima útí sveit fjarri amstri borgarinnar. Þar geta þeir ráfað um "frjálsir".

Svo finst mér að sá/sú sem hefur skrifað sig sem "þú ert dauður" ekki stíga mikið í vitið og gera sig minni við orð þau er viðhöfð eru í athugasemdinni...

Bara grátbrosleg manneskja þar á ferð, eða hvað???

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 19.6.2009 kl. 23:22

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mjá á woffana !

Steingrímur Helgason, 19.6.2009 kl. 23:38

12 identicon

Ja hérna!!!!  Ég er nánast orðlaus yfir æsingnum í almenningi - það dugir kanski bara eitt stór HVÆSsss  ;)   :) 

Edda (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 00:43

13 identicon

Brjánn ég skora á þig að fara og lesa þetta blogg þitt upp fyrir Arndísi og troða því svo einhvert þangað sem sólin skín ekki.

Geirsnef er ætlað sem útivistar svæði fyrir hunda og notabene þá byrjar "veiðisvæðið í þessum drulluga borgarlæk ekki ekki fyrr en menn eru komnir uppfyrir það svæði þar sem sjávafalla gætir.

Ég sé ekkert að því að einn og einn hundur stökkvi útí og kæli sig á heitum degi og þessir svokölluðu veiði menn sem nenna ekki einu sinni að keyra upp ártúnsbrekkuna til að dorga þarna í fossinum eiga ekki að vera rífa sig.

(er veiðimaður sjálfur en finnst það ekki veiðiferð að standa undir Miklubraut að dorga)

hef sjálfur nokkrum sinnum kallað lögreglu þangað vegna rifrilda, glæfraaksturs og jafnvel morðhótanna.

Og þetta dæmi með hjólhýsið get ég staðfest ekki beint geðslegt að vera í labbitúr með hundinn og ganga fram á mannaskít uppvið tré.

jæja nenni ekki að rífa mig meira hér á móti einhverju fífli sem veit ekki einu sinni um hvað hann er að tala!!!!

stefán f. hundaeigandi (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 01:16

14 Smámynd: Brattur

Ja hérna... þetta er bara orðið lögreglumál...

Ég á nokkra ketti, hund og er veiðimaður... en ég er líka hlynntur því að fólk geti tjáð sig án þess að fá morðhótanir... færslan þín Brjánn er ósköp sakleysisleg... Hvað er fólk að æsa sig...

Áfram málfrelsið !

Brattur, 20.6.2009 kl. 08:38

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er þó með köttinn að hann lætur ekki fara með sig eins og hund.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.6.2009 kl. 15:04

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég læt ekki æsingafullt hótanatal einhverra blábjána koma mér úr jafnvægi. þeir eiga greinilega nóg með sig.

annars hef ég hvergi séð að Geirsnef sé skilgreint sem útivistarsvæði „fyrir hunda.“

Herra Dauður má alveg skjóta afa og ömmu ef hann vill. hann verður þó sjálfur að hafa fyrir því að grafa þau upp fyrst.

Brjánn Guðjónsson, 20.6.2009 kl. 15:32

17 identicon

Tja, ef það er svona mikið ónæði af hundunum þarna yfir hálaxveiðitímann, hvað þá með ártúnsbrekkuna, eina umferðarþyngstu götu bæjarins, truflar það ekkert að vera með 18 hjóla trukka keyrandi yfir þessa sprænu? Eða smábátahöfnina við mynni elliðaárinnar, þeir róa væntanlega til sjávar þar til að þeir geti kveikt á vélinni til trufla ekki fiskana? Eða selina sem synda í elliðaánni? þeir virða auðvitað laxveiðitímann? (og borða ekki fiska?)

Það er þetta sem okkur hundaeigendum og notendum á svæðinu sárnar, að það er sennilega minsta ónæðið af þeim miðað við allt hitt sem er í kring.

Vissulega kemur fyrir að það séu læti í þeim og þeir synda þarna, en ég hef aldrei, aldrei séð hund hvorki hræða né veiða fisk þarna, þó að þeir syndi þarna til að kæla sig yfir hásumarið.  Ef að það væri t.d. rennandi vatn á svæðinu til að svala þorsta manna og dýra, yrði sennilega mun færri hundar sem færu í ánna.

Og, jú. Þetta er almenningssvæði, og ég hef oft séð fjölskyldufólk koma þarna með börn að skoða hundana. Við höfum ekkert við það að athuga NEMA fólk hegði sér eins og fífl og virði t.d. ekki hámarkshraða (30km, helst minna þegar er mikið um lausa hunda), almenn umferðarlög (akstur utan vega), almenna skynsemi og kurteisi. (það er rosalega gaman að halda á deyjandi hundinum sínum meðan gaurinn sem var að reynsluaka jeppanum segir, "hva, þetta er nú bara hundur", heppni að hann keyrði ekki niður barnið sem stóð nokkrum metrum frá.)

Þetta með hjólhýsið var einangrað atvik, þetta er ekki tjaldsvæði, mér skylst að lögreglan hafi bent fólkinu á laugardalinn. (voru víst útlendingar).

Þið sem eruð á móti þessu, fínt, ekki koma þarna, og við skulum ekki koma til ykkar, ok? Það er til fullt af fjölskyldusvæðum þar sem lausaganga hunda er bönnuð, en bara eitt svæði sérætlað fyrir hunda á öllu stórreykjvíkursvæðinu.  Ég vil til dæmis mikið frekar fara á geirsnefið þar sem hundurinn getur hlaupið almenniega og fengið smá frelsi frá taumnum, frekar en að fara í heiðmörk eða annað þar sem hann verður að vera í taum, en hann ER í taum þegar ég er ekki á geirsnefinu.

 OG HUNDAFÓLK, Í GUÐANNA BÆNUM EKKI GERA ÞETTA AÐ ÖÐRU LÚKASARMÁLI, MEÐ HÓTUNUM OG ÖÐRU. AÐRIR EN VIÐ HAFA SÍNAR SKOÐANIR.

Sérstaklega þú Hr. Dauður, það er enginn búinn að skjóta hunda ennþá. það þarf að viðeigandi aðgerðir þegar þess er þörf., en ekki fyrr.

 Kv, Hundaeigandi sem sækir geirsnefið.

Kristinn Reykdal (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 20:31

18 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég þakka Kristni fyrir innleggið.

ég hef hvorki neitt á móti hundum, né „eigendum“ þeirra. fannst bara skrýtið hvernig Arndís talaði eins og þetta væri hennar landareign.

ðats oll

Brjánn Guðjónsson, 21.6.2009 kl. 22:35

19 Smámynd: Gyða Dröfn Hannesdóttir

Komdu sæll Brjánn.

Þetta er Hundasvæði og eina leyfilega svæðið í reykjavík sem er leyfilegt að hafa hunda lausa.

Nú þekki ég Arndísi Persónulega og veit að hún telur sig ekki eiga þetta svæði.

Málið er bara það að hundaeigendur borga fyrir það að fá að nota þetta svæði fyrir hundana sína og svo koma snobbaðir stangveiðimenn og rífa kjaft yfir því að hundarnir séu að kæla sig á heitum sumardeigi.

Ég hef verið með hundinn minn þarna á góðum degi að sumri til og hann hefur verið að sinda þarna og ég hef séð laxinn sinda hjá honum og ekkert kippa sér upp við það.

Það er rosalega mikið um það að fólk sé að koma þarna og prufukeyra bíla og annað og hefur oft skeð slys á hundunum og dauðsföll af því að fólk hefur verið að keyra of hratt og ekki tekið eftir hundinum þegar hann skíst fram hjá.

Svo eru líka til fólk sem er það húð latt að það nennir ekki að labba með hundinn sinn og lætur hann hlaupa á eftir bílnum þarna og þá verður oft slys á hundunum.

Við hundaeigendur elskum hundana okkar mikið og viljum ekki að það sé verið að keyra yfir þá ekki frekar en börnin okkar eða aðra vini.

Þetta mál er ekki erfitt það er ekkert vandamál að loka nefinu með steinum og fólk getur bara drullað sér af sínu lata rassgati og labbað með dýrunum sínum eða þá farið eitthvað annað ef það vill þá láta gundana sína hlaupa á eftir bílnum.

Til ykkar hinna sem eru með hótanir og leiðindi þá hafa allir rétt á sínum skoðunum og þið eruð ekkert betri að hóta fólki sem þið þekkið ekkert.

Gyða Dröfn Hannesdóttir, 23.6.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband