Aftur á stórmót

Vitanlega er það súrt að stelpurnar okkar hafi ekki náð upp úr riðlinum. Þó hafa þær náð stærri áfanga en hinir yfirborguðu atvinnumenn karlalandsliðsins sem hafa ekki náð stærri áfanga en jafntefli á heimavelli gegn þáverandi heimsmeisturum, fyrir áratug eða svo.

Stelpurnar eru á heimsmælikvarða. Hafa staðið sig vel. Bæði gegn ellefu manna liði norsara sem og tólf manna liði frakka, um daginn. Hvar hinn rússneski liðsmaður frakka fór á kostum.

Hvað segja annars stelpurnar um málið?

Margrét Lára, framherji íslenska kvennalandsliðsins var heldur súr í bragði er blaðamaður hitti hana á Hiitolippiona hótelinu í Laathi eftir leikinn.

„Þetta var algert fargan, en þó gaman. Reynsla í sarpinn. Við stefnum bara á næsta stórmót. HM eftir tvö ár. Mætum reynslunni ríkari.“

Svona til jafnvægis hafði blaðamaður samband við liðsmann A-landsliðs karla og spurði hann hver plönin væru þar á bæ. „Við stefnum klárlega á EM 2068.“


mbl.is EM: Við ætlum aftur á stórmót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér finnst það nú alltaf hálf kjánalegt þegar sagt er að konurnar séu þetta betri og séu að standa sig betur og láti karlanna líta illa út o.s.frv.. fæ svona kjánahroll!!! Það vita það allir sem hafa eitthvað vit á fótbolta að þetta er útbreiddasta íþrótt heims og kvennafótboltinn er á mun lægri stalli heldur en karlaboltinn. Vissulega hafa stelpurnar staðið sig vel en það er bara þannig að karlarnir eru að keppa við allar þjóðir heims sem hafa æft þetta í tugir ára af krafti á meðan stelpurnar eru að keppa við mun takmarkaðri áhuga... þ.e fjölda landa og iðkenda... þetta er bara ekki samanburðarhæft og verður aldrei. Það er ekki hægt að gera þá kröfu að 300.000 manna þjóð fari á EM eða HM í karlaknattspyrnu þó vissulega geti menn látið sig dreyma um eitthvað 2068 eða seinna... þá verðum við allavega mun fleiri en 300.000 og því aðeins meiri líkur eða ekki!!! Konufótbolti nýtur mun minni vinsælda og það er fjölmargar þjóðir sem eiga ekki kvennalið í fótbolta og konum er hreinlega bannað að spila fótbolta. Þetta er fyrst og fremst í vestrænum samfélögum enn sem komið er. Þegar áhuginn verður útbreiddari verður það einni óraunhæft að koma stelpum á EM og hvað þá EM. Nema það sé reyndar eins og mig grunar jafnara getustig í kvennaboltanum en í karlaboltanum... veit ekki af hverju en það lítur þannig út þegar maður horfir á þessa leiki.

Allavega finnst mér þessi samanburður kjánalegur ;) þú veist það sjálfsagt eins og ég en finnst gaman að skjóta á karlaliðið. Skil það reyndar mjög vel, þeir eiga að sýna betri bolta og árangur engu að síður. 

Frelsisson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 00:41

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Frelsisson: 

þú veist jafn vel og ég að ég er ekki að bera saman konurnar og karlana. heldur konurnar annars vegar, gagnvart öðrum konum og svo karlana hins vegar gagnvart öðrum körlum. einnig er það svo að í öllum löndum hins vestrænna heims er stunduð kvennaknattspyrna engu síður en karlaknattspyrna. reyndar ekki mörg ár síðan bandaríki norður Ameríku föttuði að knattspyrna væri ekki bara kvennaíþrótt, sem hún var í þeirra huga lengi framan af.

bjánalegt að tína til þjóðir þar sem konum er óheimilt að stunda knattspyrnu. ekki veit ég hvaða þjóðir þú átt við, en get mér til að þú eigir við mið-austurlenskar þjóðir. Þjóðir sem hafa hingað til ekki verið hátt skrifaðar í knattspyrnuheiminum, anyway.

tel því langloku þína ómarktæka og verður henni hér með vísað frá.

eigðu annars góðar stundir.

Brjánn Guðjónsson, 28.8.2009 kl. 00:59

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

og varðandi að hafa vit á fótbolta...

...fólk þarf ekki að vera eðjótar til að hafa vit á fótbolta

það hjálpar, en er þó ekki skilyrði.

Brjánn Guðjónsson, 28.8.2009 kl. 01:01

4 identicon

Fótbolti er stelpu íþrótt, það er bara þannig, Þetta var alltaf rétt hjá þeim í USA að þetta væri kvennasport, en engu að síður stórhætulegt sport, sem að ætti að banna með öllu, stelpur eru að fá svakalega höfðuhögg, bæði venjulegar stelpur og stelpur með tippi (þetta er jú stelpusport) eru að brjóta á sér fæturnar í spað.  það ætti að BANNA þetta sport.

Steini Tuð (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband