Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Byr sameinist ríkissjóði

Sameiningarviðræður Byrs og Glitnis hafa, í ljósi nýjustu atburða, verið blásnar af. Stjórn byrs hefur sent frá sér tilkynningu. Þar segir:

„Í ljósi yfirtöku ríkisins á Glitni þykir sjórn Byrs rétt að kalla eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið um sameiningu ríkissjóðs við sparisjóðinn, enda ljóst að sterk staða Byrs muni styrkja og efla ríkissjóð til muna.“


mbl.is Hætt við sameiningu Byrs og Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskreppan skollin á?

„Þetta er punkturinn yfir I-ið. Skollin er á heimskreppa“ segir Guðvarður Þorvarðarson, fjálmálafræðingur, um þau tíðindi að heimsmarkaðsverð á hjólkoppum hafi hrapað í morgun.

Við opnun kauphallarinnar í London hríðféll heimsmarkaðsverð á hjólkoppum. Verð hjólkoppa fyrir meðal fólksbíl, samkvæmt Valdibusvísitölunni, hefur verið nokkuð stöðugt um langan tíma, eða um 10 dollarar settið. Nú um hádegið var verðið komið niður í 3,2 dollara og hefur ekki verið lægra síðan árið 1931.

Sérfræðingar virðast á einu máli um að líklega eigi koppabransinn sér ekki viðreisnar von úr þessu, enda hafi kauphéðnar í síauknum mæli snúið sér að viðskiptum með áldósir og felgur. Guðvarður tekur undir þetta. Hann vill jafnframt meina að offramboð á teinóttum amerískum koppum hafi gert útslagið.

„Það vill enginn þessa koppa lengur. Þeir voru vinsælir milli 1970 og 1980, meðan fólk ók enn um á viðarklæddum amerískum sleðum. Kaninn hefur ekki verið að fatta að þeir eru löngu orðnir 'out'.“

Frekari tíðinda má vænta á viðskiptavef Bergmálstíðinda.


mbl.is Koppabransinn riðar til falls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagræði

Á þessum síðustu og verstu tímum hafa mörg fyrirtæki þurft að hagræða til að mæta mótbyrnum.

Sum fyrirtæki eru enn haldin þeirri trú að af uppsögnum hljótist hagræði. Það er af og frá því óþarfa skrifborð, stólar, eða hvað annað sem tilheyrði fyrrum starfsmönnum, þvælast þá fyrir hinum sem eftir eru. Ekki mikið hagræði af því.

Önnur fyrirtæka hafa tekið hina stefnuna, að taka til og hagræða hlutum hjá sér svo þeir verði starfsfólki ekki til ama. Það hefur gefið ágætis raun.

Færri fyrirtæki, en þó eitt og eitt, hafa farið þá leið sem virðist skila bestum árangri. Felst hún í að hagræða bókhaldinu. Mun það hafa minnsta truflun á daglega starfsemi fyrirtækisins.


mbl.is Fyrirtæki hagræða í rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuverð á Íslandi

Nú hefur heimsmarkaðsverð á olíu orsakað enn eina hækkun eldsneytisverð hérlendis.

Margur kann að spyrja sig hverju það sæti að olíuverð hér hækki um leið og heimsmarkaðsverð, en lækki ekki að sama skapi þegar heimsmarkaðsverð lækkar.

Bergmálstíðindi leituðu til Samúels Guðlaugssonar, sérfræðings um íslenska verðlagningu.

„Sko, þegar olíuverð lækkaði um daginn, hafði dollarinn hækkað líka, svo verðið stóð í stað. Síðan lækkaði dollarinn, en þá var forstjórinn með bakverk, svo ekki var hægt að lækka verðið“ segir Samúel. „Svo styrktist krónan gagnvart dollar, en þá vildi svo til að innkaupastjórinn okkar var í fríi. Nú svo kom hann úr fríi og olían hækkaði og dollarinn líka. Þá er bara að pumpa upp verðið, fyrst allir eru heilir heilsu. Ehaggi?“ segir Samúel að lokum.


mbl.is Eldsneytisverð snarhækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sex group eftir

Nú virðist sú tíska að nefna hlutafélög group vera að líða undir lok, enda hafa menn í auknum mæli áttað sig á hallærisheitum þeirrar tísku. Nú þegar hefur Baugi group verið komið úr landi, til Bretlands. Þar mun group tískan enn vera í hávegum höfð, enda Bretar annálaðir hallærisaðdáendur. Félag sem ber hið rammíslenska nafn Gaumur mun hafa tekið yfir Bónus og allt hitt jukkið sem Baugur átti áður.

Í framhaldinu keypti hlutafélagið FL group kjölsvínshlut í Baugi og notaði tækifærið við tilefnið að taka upp nýtt nafn. Íslenska heitið Stoðir.

Þannig fækkar nú óðum þeim félögum er kenna sig við group. Alls munu þau félög sem enn kenna sig við group sex.

 


mbl.is FL Group verður Stoðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óðaverðbólga í Evrópu

Nú berast fréttir af óðaverðbólgu á Evrusvæðinu. Þvílíkt og annað eins mun ekki hafa sést síðan í Weimar lýðveldinu á millistríðsárunum. Þykja þessar fréttir vatn á myllu þeirra sem andvígir eru inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku Evrunnar.

Einn ötulasti andstæðingur Evrunnar á Íslandi er ónefndur maður. Bergmálstíðindi leituðu álits hans á fréttunum.

„Þetta staðfestir vitleysisgang Evrópusinna. Við Íslendingar njótum þess að hafa okkar eigin mynt og geta því haft okkar eigin 14% verðbólgu. Enga svona 4% veimiltítulega verðbólgu.“

Nú hefur Seðlabanki Evrópu brugðist við með stýrivaxtahækkun.  Hvað finnst ónefndum um það?

„Oooohhh, það er sexý hluti fréttarinnar.“ 


mbl.is Verðbólga 4% á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátt olíuverð er heilbrigðisvandamál

Olíuverð fer sífellt hækkandi. Í dag fór t.a.m. verð á norskri háfjallaolíu yfir 138 bandaríkjadali. Færustu hagfræði- og viðskiptamógúlar hafa leitað ástæðu þessa lengi. Ekki sé um að ræða verðhækkanir á aðföngum eða öðru slíku sem hafi áhrif á verðið. Olían sjálf muni ekki hafa breytt eðli sínu, heldur sé um sömu olíu að ræða og á árum áður er olían var ódýrari en mjólkin.

Rannsóknirnar eru mikið hagsmunamál fyrir Ísraela, enda helstu olíufurstar svarnir óvinir þeirra og því mikið hagsmunamál fyrir Ísraela að ná niður olíuverði. Shaul Mofaz, aðstoðarforsætisráðherra Ísraels, sagði t.d. í viðtali við blaðið Idiot Aharonot fyrir skemmstu, að ef Íranir lækki ekki verð á sinni olíu munu ísraelar láta þá finna til tevatnsins.

Það er því ekki furða að Ísraelskir fræðingar hafi stundað stífar rannsóknir á málinu. Niðurstaða þeirra er afar áhugaverð. Hún mun vera á þá leið að sálarflækjur og kvíðaköst jakkafataklæddra manna sé helst um að kenna. Í raun sé því um alþjóðlegt heilbrigðisvandamál að ræða, sem umbreytist á þennan hátt í alþjóðlegt hagfræðivandamál. Því munu Ísraelar hafa ákveðið að snúa vörn í sókn og efla framleiðslu geðlyfja, sem og að fjölga stórlega geðlæknum og sálfræðingum. Því næst fái leyniþjónustan Mossad það hlutverk að planta þeim leynilega fyrir á mörkuðum víða um heim. Þannig megi ná niður olíuverði, með að slá á kvíðaköst jakafatamanna og leysa úr sálarflækjum þeirra.


mbl.is Olíuverð í nýjum hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bilun í kauphöllinni í Stokkhólmi

Tafirnar koma til með að hafa áhrif á starfsemi... Sænski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq OMX mun ekki hafa opnað fyrr en á hádegi í dag (10 að íslenskum tíma) vegna bilunar starfsmanns.

Að sögn Carl Norell framkvæmdastjóra kauphallarinnar mun Gösta Svenson, yfirmaður tölvudeildar, hafa snapped, eins og Norell orðaði það við fréttaritara Bergmálstíðinda.

„Hann hljóp um húsið á brókinni. Öskrandi, að hér muni enginn kaupa einn einasta snepil í dag!!“ sagði Norell.

Mun ástæðan hafa verið tölvuveira, sem náði að smita nokkra starfsmenn tölvudeildarinnar í nótt, þ.á.m. Gösta Svenson. Viðgerð mun vera lokið og starfsemin komin í samt lag.


mbl.is Bilun í kauphöllinni í Stokkhólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líknandi meðferð

„Þetta er þáttur í lokaferlinu“ segir Seðlabankastjóri um gjaldmiðlaskiptasamningana sem Seðlabanki Íslands gerði nýverið við þrjá norræna banka.

Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur íslenska krónan barist við erfiðan sjúkdóm, verðleysi. Banvænan og ólæknandi að margir telja.

„Krónan okkar hefur alveg átt sín góðu tímabil, þegar verkirnir hafa ekki látið á sér bera. Nú virðist þó svo komið að meinið hefur tekið sig upp að nýju og er nú skæðara en nokkru sinni“ segir Seðlabankastjóri. „Það eina í stöðunni er að viðurkenna ástandið og hefja líknandi meðferð. Það höfum við nú gert“ segir Seðlabankastjóri að lokum.

Því má bæta við að Seðlabankinn hefur opnað gjaldeyrisreikning og hafið söfnun til styrktar krónunni. Þjóðin er hvött til að taka þátt og leggja inn evrur í söfnunina. Upplýsingar um söfnunina og reikningsnúmerið má nálgast á heimasíðu bankans.


mbl.is Fyrsti þáttur í lengra ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki neyðaraðstoð

Seðlabankastjóri þvertekur fyrir að gjaldeyrisskiptasamningar við þrjá norræna seðlabanka séu neyðaraðstoð við Ísland, heldur sé hér til mikils að slægjast fyrir norrænu bankana þrjá.

„Það er deginum ljósara að skandinavar halda vart vatni yfir íslensku krónunni og hafa hart gengið fram í að komast yfir íslenskar krónur. Því er þessi samningur, þar sem þeir fá krónur fyrir evrur og geta svo skipt aftur á sama gengi, sannkallaður lukkupottur fyrir þá.“ segir seðlabankastjóri.

 „NOT!!“

Já, hann er ávallt jafn orðheppinn og kíminn, seðlabankastjórinn.


mbl.is Ekki neyðaraðstoð við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband