Færsluflokkur: Trúmál

Trúarspökúler

Ég hef lesið nokkur blogg áhengd þessari frétt og tilheyrandi athugasemdir við þau.
Eins og við mátti búast lýsa guðsmenn frati á málið en aðrir taka undir.

Í einni athugasemdinni líkir ritari guðstrú við trú manna á sjálfa sig, sem er vitanlega eins og að bera saman epli og appelsínur. að trúa á sjálfan sig er merki um þroska annars vegar og vilja til frelsis hins vegar. Kem að því síðar.


Lífið og náttúran eru margslungin og fjölbreitt. Þó tel ég að margslungnin og flölbreytnin sé minni en margur telur. Þá á ég við lögmál náttúrunnar td. Svo margt má yfirfæra yfir á annað. Svo margt er í eðli sínu svipað þótt stigsmunur kunni að vera á. Svo dæmi sé tekið hvernig útskýra megi grunnlögmál raffræðinnar með útskýringum pípulagningamannsins.

Þótt ég sé guðleysingi, er ég td. alveg til í að gera ráð fyrir lífi eftir dauðann í hvaða mynd það svo sem væri. Enda hafa guð, ésú, allah og hvað þeir allir hétu, engan einkarétt á hugtakinu og eru langt í frá að eiga höfundarréttinn að því. Ástæðan fyrir því að ég er tilbúinn að gefa hugmyndinni séns, er einfandlega sú að annað í náttúrunni er hringrás. Hví þá ekki lífið líka? En þetta var útúrdúr.


Eins get ég hugsað mér að yfirfæra þroskaferil einstalkings yfir á þroskaferil mannkynnsins.

Barn finnur gjarnan ekki öryggi nema undir verndarvæng mömmu sinnar, eða annars fullorðins einstaklings. Skyldleikinn skiptir ekki megin máli, heldur að hafa einhvern að treysta, því það sjálft hefur ekki þann þroska til að bera að standa eitt. Það ber spurningar sínar undir viðkomandi og tekur ákvarðanir út frá því. Barnið þroskast með árunum og verður æ sjálfstæðara, þar til að það tekur ákvarðanavaldið að fullu í sínar hendur og blómstrar sem sjálfstæður einstaklingur. Stendur á eigin fótum og upplifar frelsið sem því fylgir. Því einstaklingur háður öðrum er ekki frjáls einstaklingur.

Á sama hátt sé ég mannkynið, sem ég líki þá við barnið. Frá örófi hefur mannkynið ekki haft þroskann til að standa með sjálfu sér án þess að hafa einhverja móður, eða föður. Þar sem hvorugt liggur fyrir, svo vitað sé, bjó mannkynið sér bara til foreldri með pilsfald að hanga í. Síðan í öndverðu hefur foreldrið tekið stakkaskiptum. Stundum verið eitt. Stundum mörg. Þó öll í álitlegum og vel földuðum pilsum. Segja má að á síðustu tímum hafi mannkynið verið á táningsaldri. Sjálfstraustið aukist jafnt og þétt, sem greina má á minnkanndi trúrækni. Nú er mannkynið kannski í þann mund að ná fullorðinsaldri og því fylgir að pilsfaldurirnn verður ekki aðeins óþarfur, heldur beinlínis fráhrindandi. Hið fullorðna mannkyn mun vilja það frelsi sem felst í sjálfstæði og að vera engum háður.

 

Því mun Nietzsche hafa rétt fyrir sér á endanum. 


mbl.is Sífellt færri trúa á guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prestablæti

Ég ætla ekki að fjalla um sakargiftir sérans. Nenni því ekki.

Heldur orð Ingibjargar Sigtryggsdóttir, hverja ég þekki engin deili á. Hún vill fá prestinn sinn aftur.

Hvað er þetta með presta? Ég hef orðið vitni að mýmörgum dæmum um prestablæti. Að prestar séu eitthvað merkilegir. Eru þeir merkilegri en aðrir ríkisstarfsmenn? Hví er enginn haldinn ritarablæti, skattstjórablæti eða þingvarðablæti?

Prestar fá greitt frá ríkinu fyrir að klæða sig í kjól, baða út örmum og tigna þjóðsögur. Það er ekkert öðruvísi. Fyrir að tigna löngu látinn mann, hugarfóstur hans og annarra, hindurvitnin um gráskeggjaða náungann í skýjunum ásamt trompet- og hörpuleikara hans, fiðraða fólkið.

Hvað með Árna Björnsson? Hann er þó ekki í því að tigna neinn, en er fróður um ýmis hindurvitni og löngu látið fólk sem setti merki sitt á sögu okkar. Hví er enginn haldinn Árnablæti?

Kannski vegna þess að Árni klæðist ekki kjól?


mbl.is Viljum fá prestinn okkar aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband