Kettir eru skarpari en Strauss-Kahn

„Ég hef alltaf sagt, að Icesave sé ekki skilyrði af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en við þurfum að hafa meirihluta í stjórn sjóðsins.“ Segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF. Ennfremur segir hann, „Ef Icesave-deilan er leyst er ég viss um að slíkur meirihluti fyrir hendi. Ef Icesave-deilan er ekki fullkomlega leyst veit ég ekki hvort það er meirihluti í stjórninni.“

Er maðurinn ekki að segja berum orðum að álit meirihluta stjórnarmanna fari eftir stöðunni í Icesave deilunni?

Er það ekki þannig að stjórn sjóðsins fer með ákvarðanavald hans?

Sé það skilyrði meirihluta stjórnarinnar að Icesave deilan sé leidd til lykta áður en endurskoðun fer fram, þá er um skilyrði að ræða af hálfu sjóðsins. Svo einfalt er það. Það þarf ekki nema lágmargsgreind til að átta sig á því.

Meira segja meðalgreindir kettir átta sig á því.

Því ætti ríkisstjórnin að hafa vit á að hreyfa við mótmælum, þegar í stað.


mbl.is Ísland kann að skorta stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Röksemdarfærslan hjá þessum Kahn er öll í hring.

Gruna hann sjálfa um að tala tungum tveimur.

Hann ber svo stjórnina fyrir sig þegar það hentar honum, án þess þó að málið eigi nokkurn tímann að fara fyrir stjórnina til afgreiðslu eða synjunar.

Tek undir með þér að við þessum loddaraleik þarf Ríkisstjórnin að bregðast þegar í stað.

En gruna að það verði ekki gert því að þar ráði gunguhátturinn og sleikjuskapurinn enn ferðinni.

Ekki má heldur rugla ESB aðlögunina, sem 70% þjóðarinnar er samt algerlega andvígir.

Gunnlaugur I., 30.3.2010 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband