Bjartur dagur

Ég get ekki sagt annað eftir þessar fréttir.

Mér kæmi á óvart ef frávísuninni yrði áfrýjað.

Ef mig brestur ekki þekking þá myndi Hæstiréttur ekki fella dóm um málið sjálft, heldur annaðhvort staðfesta frávísunina og þá gætu stefnendur líklega höfðað nýtt mál, eða vísað málinu aftur í hérað.

Sama hvað verður, get ég ekki séð af þeim gögnum sem koma fram í dóminum, annað en að rekstur torrent.is brjóti ekki í bága við lög.

Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist næst.

Ég get ekki annað en glaðst yfir þessum fréttum. Mér finnst með ólíkindum hvernig rétthöfum höfundarréttar hefur verið hleypt á hina og þessa spena með margfaldri skattlagningu á öllum sköpuðum hlutum.

T.d. af útgefnum geisladiskum, sem kaupanda er heimilt að taka eitt afrit af til eigin nota. Síðan aftur af geisladisknum sem hann ætlar að afrita á, þrátt fyrir að hafa til þess heimild og greitt gjald til eiganda höfundarréttar.

Sem og þarf ég að greiða einhverjum plebbum úti í bæ höfundarréttargjöld af þeim geisladiskum sem ég kaupi í þeim tilgangi að skrifa mína eigin tónlist á.

Nei! Þessa mafíu þarf að uppræta. Vonandi þetta sé fyrsta hænuskrefið.


mbl.is Máli gegn Istorrent vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar þú setur eigin tónlist á geisladisk sem þú ert búinn að borga stefgjald af, hugsaðu það þá þannig að þú sért að borga fyrir að þurfa ekki að hlusta á Sólarsömbu, þá rennur manni reiðin.

ps. ertu búinn að finna dagsetningu á 3some með mér og ykkur Steina?

Moli (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:33

2 identicon

Og af hverju þarf ég sem áhugaljósmyndari að borga stefgjöld af ljósmyndunum mínum sem ég kýs að geyma (eða gefa öðrum) á geisladiskum???

Jenny (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:23

3 identicon

STEF eru ekkert annað en glæpasamtök sem taka sér peninga allra. SKÍTAPAKK!!

Hitt er annað, er rétt að þessi fávitar í þesu torent máli sleppi lausir fyrir þjófnað?

Hilmar (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 02:06

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nei Moli minn. það verður ekkert sollis.

nákvæmlega Jenný. fáránlegt alveg.

hvað áttu við Hilmar? hverju stálu þeir?

Brjánn Guðjónsson, 28.3.2008 kl. 13:51

5 identicon

Þú stakkst uppá þessu, þetta var alveg nýtt fyrir mér.... þú opnaðir hug minn og svo er bara slammmað á mann durunum með svona "na na na na na na" rugli.

Ég bara kann ekki við þetta!

Moli (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 19:20

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það var algerlega þín túlkun, að ég væri að bjóða þér nokkurn skapaðan hlut. hinsvegar er auðvelt að falla í þann pytt að mistúlka svona, sé maður heltekinn losta og girnd.

ég var að velta fyrir mér hvort þú værir nokkuð að fantasera.

ég svaraði þér orðrétt: "ertu að lýsa áhuga þínum að joina, Moli?"

Brjánn Guðjónsson, 28.3.2008 kl. 21:34

7 identicon

Ég hef augljóslega oftúlkað. Þetta er nú liðið hjá, ég henti mér í sjónvarpsgláp í staðinn. Miklu hollara.

Moli (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 05:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband