Hrefnuveiðar um helgina

Bergmálað úr borunni #10

Hrefnuveiðimenn, félagsskapur fjögurra vina úr Grafarvogi, eru byrjaðir að undirbúa veiðar. Blaðamaður 24stunda náði tali af einum þeirra, honum Gunnari. Aðspurður segir Gunnar þetta vera félagsskap gamalla vina úr Rimaskólanum sem allir eigi það sameiginlegt að hrífast af stelpum er beri nafnið Hrefna. „Til dæmis er ég rosa hott fyrir Hrefnu Ólafs, úr Mosó og Palli er alveg slefandi yfir Hrefnu Dögg, úr Garðabænum“ segir Gunnar.

Gunnar segir undirbúning veiðanna hafa staðið yfir í einhverja daga. „Við erum búnir að vera að SMS-ast og tjatta á MSN og sonna. Þær segjast ætla á djammið um helgina og buðu okkur að koma og hitta sig.“

Félagarnir hafa nýtt tímann vel og hafa keypt ný föt fyrir veiðarnar. „Já, við vorum rosa heppnir. Náðum að versla hjá Andrési í tæka tíð. Nú er sú búð að loka“ segir Gunnar, glaður í bragði.


mbl.is Hrefnuveiðimenn undirbúa veiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband