Framsóknarstofninn að braggast

Þjóðarpúls Gallup var birtur í dag. Samkvæmt honum dalar fylgi ríkisstjórnarflokkanna, fylgi Frjálslynda flokksins stendur í stað en fylgi annarra flokka eykst.

„Þessar tölur eru eins og við má búast, í ólgunni undanfarið“ segir forsætisráðherra, sem ekki vill gera mikið úr þessum tölum.

Það sem mest þykir koma á óvart er að framsóknarflokkurinn skuli enn vera til. Eins og fólki er í fersku minni var sá  flokkur talinn hafa dáið út. Stofninn mun þó hafa náð sér furðanlega vel.


mbl.is Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu milli mánaða. Það er Samfylkingin sem er fylgislega að dala. Hinsvegar er ríkisstjórnin sem slík að dala og komin undir 60%. Þessar tölur eru fyrst og fremst áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna en aftur er VG farin að naga í hæla þeirra.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.5.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband