Íslendingar munu gæta loftrýmis

Tímamót urðu í dag í sögu loftvarna Íslands. Loftvarnir lýðveldisins tóku formlega við því hlutverki að gæta loftrýmis yfir Íslandi. Misskilnings mun þó hafa gætt undanfarið að franskar flugsveitir tækju að sér það hlutverk.

„Einhverjir munu hafa lagt ranga túlkin í komu franskra flugvéla hingað til lands“ segir Engilbert Ögmundsson, nýskipaður aðmíráll Loftvarna lýðveldisins. „Frakkar er hér á sínum MýRass vélum í þeim tilgangi að aðstoða við náttúrurannsóknir við Mývatn. Við Íslendingar munum alfarið sjá um eftirlit hér og var fyrsta íslenska njósnatunglinu skotið upp í dag, frá Vigdísarvöllum. Þá staðsetningu töldum við vera við hæfi, þar eð frú Vigdís er verndari verkefnisins.“


mbl.is Eldflaug skotið á loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins gott fyrir þá Frönsku á Mirace vélunum sínum að vera ekki fyrir!

óskar (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband