Nýr forstjóri Varnarmálastofnunar

Utanríkisráðherra skipaði í dag Ellý Viðarsdóttur nýjan forstjóra Varnamálastofnunar Íslands. Frá og með 1. júni n.k. mun hlutverk stofnunarinnar breytast og starfsemin eflast til muna. Við inngöngu Íslands í NATO tóku Bandaríkjamenn að sér varnamál Íslendinga. Fram að því hafði ekki verið þörf á sérstökum landvörnum hér, þar eð Íslendingar áttu enga óvini. Frá því Bandaríkjamenn hurfu héðan og til Íraks hafa hinar og þessar þjóðir hlaupið í skarðið, s.s. Norðmenn og Frakkar. Nú munu landvarnir Ísland færast alfarið á hendur Íslendinga sjálfra.

Í samtali við Bergmálstíðindi segir Ellý starfið afar krefjandi og mörg stór verkefni framundan. Nú fari í hönd að stofna Íslenskt heimavarnarlið, sem kalli á stór auknar kröfur um gæði íslenskra heykvísla og kindabyssa. Að sama skapi munu allir bændur landsins hljóta sérþjálfun í meðferð slíkra vopna. Eins fari í hönd leit að verðugum óvini. „Leitun hefur verið að slíkum eftir þorskastríð og eftir að Shirinovsky fór að halda kjafti“ segir Ellý.

 


mbl.is Skipuð forstjóri Varnarmálastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað réði ISG konu í starfið og hún er örugglega í Samfylkingunni.  Samfylkingin sér um sína.

ISG ræður bara konur í störf.  ISG er á góðri leið með að útrýma öllum karlmönnum úr góðum stöðum og brátt verða allir karlmenn undirmálsmenn af þeim sökum.

Karl Þór Sigurkarlsson (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband