Fávitar ættu að halda kjafti

Allt bloggið um þessa frétt er alveg dæmigerður fávitaskapur.

Málið snýst um samningagerð. Reyndar kemur ekki fram í fréttinni hvort gert hafi verið skriflegt samkomulag eða einungis munnlegt. Það skiptir í raun ekki máli. Teljist sannað að munnlegt samkomulag hafi átt sér stað, er það jafn gilt fyrir dómi (frönskum jafnt sem íslenskum). Hafi konan sagst vera hrein mey og hjúskaparsáttmáli á því byggður, verður hann að teljast ógildur nema komi fram sannanir um annað.

Þetta er ekki flókið. Er fólk hér alveg úr kortinu?


mbl.is Hjónaband ógilt í Frakklandi vegna ósannsögli um meydóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott fyrir graða karlfávita að frétta um "viðskipti" sem geta farið fram án nokkurra lagasetninga vottsóever. Þú hefur þá varla nokkuð á móti sharíalögum múslima sem þeir eru að reyna að troða inn hér og þar í Evrópu. Skv. þessari túlkun þinni mætti þá alveg eins gera samning um að konan sé lokuð niðri í kjallara ad modum Fritzl og hinn guðsútvaldi karl standi við gerða samninga sem taka mið af hinni háæruverðugu taug milli júnóvott og heila. Konan þarf ekki einu sinni að skrifa undir! Sjáðu bara möguleikana í þessu, mar!

Þóra (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 22:23

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

veist þú eitthvað um forsögu þessa máls? fáviti!

Brjánn Guðjónsson, 30.5.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Anna Lilja

Hvað ert þú að æsa þig?

Sjálfur getur þú verið fáviti, þú hefur ekki einn skoðanarétt hérna.

Það kom hvergi fram í þessari frétt hvort eða hvernig það var sannað að hún laug, það er það sem skiptir máli.  

Einnig er ekki verra að gera sér grein fyrir þessu: 

"Það getur einnig rifnað við margvíslega áreynslu. Því getur verið hæpið að líta svo á að meyjarhaftið sé óyggjandi sönnun fyrir óspjölluðum meydómi."

Hvernig eigum við að vita hvort hún sé saklaus af lyginni eða ekki?

Við vitum það ekki, þessi frétt er ekki frétt, end of story.   

Anna Lilja, 31.5.2008 kl. 12:13

4 identicon

Er ég að skilja þig rétt Brjánn. Finst þér þetta í lagi? Ef kona hefur sofið hjá manni eða fróað sér með dildó er hún þá bara eitthvað sem maður skilar? Og hvað með þennan múslima,hvað er hann nú búinn að sprengja í margar?

óli (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:08

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

málið snýst ekki um það, heldur lagalegt gildi samninga.

mér er sama um hvað þau sömdu og hef enga skoðun á því.

Brjánn Guðjónsson, 31.5.2008 kl. 20:15

6 Smámynd: Friðjón Guðjohnsen

Ég er hjartanlega sammála þér, þetta mál snýst fyrst og fremst um samninga, munnlega eða skriflega, ef annar aðilinn tekur fram ákveðnar forsendur sem síðan reynast (í orðsins fyllstu merkingu) brostnar þá er samkomulagið ógilt. Það skiptir ekki máli þótt þessar forsendur hljómi frekar furðulega fyrir okkur, ef þær voru teknar fram af þessum aðilum þá hljóta þær að hafa skipt miklu máli fyrir samningsaðilann.

Raunar finnst manni þetta lykta pínulítið af fórdómum gagnvart múslimum, eða hefði verið tekið fram í fréttinni ef þetta hefðu verið par í fríkirkjusöfnuðinum! Mér finnst ekki nokkru máli skipta hvaða trú viðkomandi hafa.

Friðjón Guðjohnsen, 31.5.2008 kl. 21:53

7 Smámynd: Sigurjón

Já, mér sýnist sumir missa sig alveg hér í athugasemdum.  Dómstóllinn (sem væntanlega fer ekki eftir ,,sharía-lögum" ÞÓRA!) komst að þessari niðurstöðu, þ.e. að maðurinn hafi verið beinlínis narraður í hjónabandið á þeirri forsendu að konan hafi verið hrein mey.

Þið hafið ekki forsendur til að vega að frönskum dómstólum og sýnið ótrúlega fordóma í garð múslima með þessum athugasemdum.  Þeir hafa sína siði við hjónabönd.  Hindúar hafa líka sína siði við hjónabönd, en það talar enginn um að þeir séu að brjóta á 4 ára stúlkum sem eru ákveðnar í hjónaband...

Ef ég myndi gera sáttmála við mína konu að hún muni aldrei halda framhjá og komast svo að því að hún hafi gert það; ætti ég þá bara að halda kjafti og taka því sem sjálfsögðu frelsi hennar?  Samningar eru samningar og ef þeir eru ekki haldnir, er sjálfsagt að ógilda hjónabandið.

Sigurjón, 1.6.2008 kl. 07:12

8 identicon

Já, ég er sammála þér líka Brjánn. Hvaða skoðun ég hef á því að vilja ekki giftast konu sem er ekki hrein mey er algjört aukaatriði. Moggabloggarar eru upp til hópa grunnhyggnir og fávísir. Alltaf dregin eindaldasta ályktunin af öllum fréttum og þvaðrað gáfulega fram og til baka um þá hlið málsins. Minnir mig stundum á týpurnar sem urðu vitlausar þegar John Lennon sagði að þeir [Bítlarnir] væru í raun frægari en Jesú. Hann var ekki að segja þetta þeim til framdráttar heldur var hann frekar að meina hvert þessi heimur væri að fara ef hljómsveit er frægari en Jesú. En þá einmitt var fávís, grunnhygginn massi af fólki sem mátti ekki sjá orðin "frægari en Jesú" í setningu án þess að verða vitlaust. Burtséð frá því hvaða orð voru í kring og hvað var verið að meina með þessu.....

 Svona svipaðar týpur og ég hef heyrt hringja í Reykjavík Síðdegis og segjast munu kjósa Sturlu Jónsson ef hann fer í framboð til alþingiskosninga, einmitt!!

Skúli (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 11:01

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gaman að hingað rati líka fólk sem átta sig á kjarna málsins, en gleymi honum ekki í tilfinningarunki. dómstólar dæma enda samkvæmt lögum, en ekki tilfinningum. lögin segja þeim hvað er rétt og hvað rangt, en ekki eitthvað 'mér finnst'.

Brjánn Guðjónsson, 1.6.2008 kl. 12:16

10 identicon

Friðjón að ofan sagði það sem ég ætlaði að segja um þetta. Efast um að margir hérna viti t.d. um ógildingarreglur íslensku samningalaganna en þetta er alveg dæmigert dæmi um hvernig þær eru notaðar.(brostnar forsendur) En fínt að það eru nokkrar manneskjur með heila hérna. Moggabloggarar almennt eru hjörð sem eltir þann fyrsta sem jarmar en það er greinilega til fólk sem talar því það hefur lesið sér til um hlutina og hefur eitthvað vit á hvað það er að segja. Það er góður kostur að þegja bara þegar maður hefur ekki þekkingu til að tjá sig um ákveðna hluti. Það er líka gott að þegja þegar blóðþrýstingurinn er upp úr öllu valdi og tilfinningarnar í hápunkti. Róa sig niður og lesa sér til áður en maður byrjar að tjá sig. Og síðast en ekki síst er það kostur að halda kurteisinni þó svo að maður sé ósammála og geta sitt sig í spor annarra.

Sigurgeir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband