Bjarnarferðir

Nýjasta æðið í skemmtanalífi landans eru svokallaðar bjarnarferðir. Um er að ræða ferðir fólks, oft vinnustaðaferðir, um landið þar sem leitað er bjarndýra. Þegar síðan einhver hefur talið sig hafa séð hvítabjörn er lögreglu viðkomandi svæðis tilkynnt um það.

Valgeir Sölvason, lögreglumaður á Þórhöfn, segir þetta skemmtilega nýbreytni. „Það er nú ekki eins og það sé svo brjálað að gera hjá okkur dags daglega, svo það er gaman að fá svona verkefni að leita bjarndýra.“

Einnig þykir fólki gaman að rugla hinum ólíklegustu hlutum saman við bjarndýr og gjarnan keppast menn um „besta ruglið.“

Fólk hefur náð að rugla ólíklegustu hlutum saman við birni. Þar má helst nefna kindur, hesta, rúllubagga, hjólbörur og fjórhjól.

 

Áhugasamir geta snúið sér til ferðaþjónustunnar Bjarnargreiða eftir nánari upplýsingum um bjarnarferðir.


mbl.is Bjarndýrsútkall í Langadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nákvæmlega

Brjánn Guðjónsson, 25.6.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband