Lotterí er lífið - lífið er lotterí

Ég man ekki eftir að hafa séð, hingað til, uppgefið hverjir vinna í lottói. Einungis að einstæð 2ja barna móðir, eða hjón með 4 börn hafi unnið. Eitthvað í þeim dúr. Ekki að nöfn vinningshafa séu gefin upp. Ég álykta þó af þessu að þegar fréttamenn leiti til Íslanskrar getspár sé haft samband við vinningshafa(na) sem síðan ákveði hvort þeir vilji koma fram eða ekki.

Mér sýnist hér vera yfirvegað fólk á ferð sem fari skynsamlega með sitt fé og muni áreiðanlega ekki missa sig í einhverja vitleysuna. Þó er hætt við að skyndilega dúkki upp gamlir vinir og kunningjar, hin ótrúlegustu félagasamtök ásamt öðrum afætum. Ég vona þó að þau sjái gegn um allt slíkt.

Lífið er lotterí, var sungið um árið. Greinilegt er að einnig getur lotterí verið lífið Smile

Ég óska hjónunum hamingju og farsældar.


mbl.is Milljónamæringar í Fellunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Ekki bara tælnesk Guðrún... Heldur tælensk og búa í fellunum!... það er náttúrulega alveg krúsjal að það komi fram líka... ég er reyndar alveg hissa á því að fréttamenn hafi ekki bara gefið okkur upp númerið á bjöllunni hjá þeim...

Signý, 19.8.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alveg er ég viss um að það hefur verið vaðið inn á þau vegna þess að þau eru útlendingar og eiga erfiðaðara með að setja mörk.

Ég krullaðist upp.

Svo vita allir hvar þau búa.

Ömurlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 20:06

3 identicon

já, vægast sagt skrítin uppákoma fjölmiðlanna.

alva (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kannski einhver öfund hafi grafið um sig einhversstaðar yfir að „einhverjir nýbúar“ hafi unnið íslenska vinningspottinn

Brjánn Guðjónsson, 19.8.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband