Hraðfrystihúsið Íbó

„Íbúðalánasjóður leyfir viðskiptavinum sínum að frysta lán í allt að þrjú ár vegna greiðsluerfiðleika.“

Það minnir mig á nokkuð, fyrir nokkrum árum síðan. Þá var smá brekka hjá mér, fjárhagslega. Eitt af því sem þá var reynt var að biðja um frystingu láns hjá Íbó. Nokkrum dögum síðar barst mér bréf þar sem mér var tilkynnt að ekki væri hægt að verði við beiðninni þar sem ég hefði of lágar tekjur.

Aha, nákvæmlega.

Ég varð of kjaftstopp til að hringja og spyrja á hverju þau væru þarna niðurfrá. Verst þykir mér að hafa asnast til að henda umræddu bréfi, í stað þess að ramma það inn.


mbl.is Gæti bjargað fjölskyldum frá gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir

Ertu ekki að grínast? Of LÁGAR tekjur til að fá frystingu.

Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir, 26.9.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já og ég þekki mann sem fyrir mörgum árum ætlaði að innrita sig í Tónskólan til að læra að lesa nótur (múin að vera í músik lengi þegar þar var komið sögu) og hann fékk ekki inngöngu.  Af því að hann kunni ekki að lesa nótur.

Ergo: Fokkings catch 22.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2008 kl. 10:43

3 Smámynd: Gulli litli

Borga hátekjuskatt þá færðu allt..

Gulli litli, 27.9.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband