Er hleraðr var Snjólfr hinn ungi ok frilla hans

„Óyggjandi sönnun!“ segir Guðni Jónsson, sagnfræðingur og fornminjavörður, um kálfsskinn er fannst á hlöðuloftinu að Ytri Hamri, í Þingeyjasýslu. Á skinninu má óljóst greina setninguna „er ek hleraði Snjólf hinn unga ok frillu hans.“ Guðni telur að um frásögn af Sjólfi 'hinum unga' og heitkonu hans Jófríði, sé að ræða. Ritaða af frænda Sjólfs, Þorvaldi.

„Sagan segir að faðir Snjólfs, Sigfinnur 'öxl', hafði ákveðið aðra konu til handa syni sínum. Þegar grunur hans hafi vaknað um hið leynilega ástarsamband hafi hann fengið Þorvald bróður sinn til að fylgjast með og hlera samtöl þeirra“ segir Guðni.


mbl.is Átti að hlera Jón Baldvin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband