Þjóðfélagslegur súrrealismi

Menn tala um að Íslendingar hafi nægar stoðir að byggja á, s.s. álframleiðslu og sjávarútveg. Æði!! En hvað þegar menn fá ekki borgað fyrir fiskinn? Allt stíflað vegna gengis matadorpeninganna okkar og vegna vantrausts á íslenska bankakerfinu.  Jú, ok. Menn tóku á það ráð að framkvæma allar millifærslur gegn um Seðlabankann. Sniðugt. Samt er allt stíflað enn Woundering Skyldi það vera vegna þess að útlendir treysti ekki Seðlabankanum betur en svo?

Menn funda. Funda og funda sem aldrei fyrr. Fermingardrengur mætir á blaðamannafund og segir að eitthvað verði ákveðið á næstu dögum.

Það er fjármálakreppa á bátnum. Við höfum fermingardreng, fiski-líffræðing og dýralækni um borð. Jú, líka einn hagfræðing, en hann virðist hafa gleymt öllu sem hann lærði í skóla. Svo höfum við löffa í Seðlabankanum.

Það er nefnilega þannig, að sama hvað maður lærir, ef maður tileinkar sér það ekki fennir fljótt yfir vitneskjuna.

Er ég bara svona súr, eða er þjóðfélagið svona súrt? Þetta er eins og súrrealískur draumur. Hann er þó ekki blautur þessi.


mbl.is Ákvörðun á allra næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Mér finnst fermingardrengurinn bera af í ríkisstjórninni. Og löffinn í Seðló hann veit hvað er í gangi, málið er að flestir eru ekki búnir að fatta það. Það væri þvílíkt óræði að hann yrði látin fara, þá fyrst kæmu vandræðin. Þú átt eftir að sjá þetta eftir smá tíma og þá kemur þú til með að dýrka hann í laumi.

Thee, 18.10.2008 kl. 18:43

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú meinar þá að Hannes Hólmsteinn fengi ekki að bulla í sjónvarpi?

Brjánn Guðjónsson, 18.10.2008 kl. 18:47

3 Smámynd: Thee

BRJÁNN, Hannes mælir lög. Skil ekki hvað fólk hefur á móti honum.

Thee, 18.10.2008 kl. 19:40

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ávaxtaskálar hans eru yndislegar

Brjánn Guðjónsson, 18.10.2008 kl. 19:45

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vér lifum nú eins og í skáldsögu eftir Kafka, myndskreyttri af Salvador Dali...

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Brjánn, við útflytjendur fáum borgað fyrir fiskinn án vandræða. Málið er að flestir eru hræddir við að henda alvöru gjaldeyri inn í kolaofninn hér, þar sem meir að segja gjaldeyrisreikningar í okkar eigu fást ekki nýttir nema til að skipta í krónur á platgengi ríkisins. Á meðan bíða flestir útflytjendur eftir því að sjá hvaða afglöp fermingardrengurinn skrifar upp á í þögn sinni um staðreyndir hruns bankanna.

Mistök Davíðs voru stýrivaxtahækkanirnar sem fóðruðu vitleysuna, en nú stendur hann einn í baráttunni fyrir okkur öll, þar sem hann krefst þess að við borgum ekki ofurskuldir bankanna.

Ívar Pálsson, 19.10.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband