Kornið sem fyllir mælinn

Er nú ekki orðið nokkuð ljóst að það er ekki verandi hér, á þessu skítaskeri.

Fyrst lætur þjóðin stjórnmála-, banka- og auðmenn, sem og aðra bananamenn, landsins taka sig í ósmurt og hefur ekki kjark til að gera neitt í því. Þá er ég ekki að tala um mótmæli, heldur eitthvað sem mark er takandi á. Tómata, egg eða Mólótov.

Skuldinni er, eins og við var að búast, skellt á sauðsvartan almúgann. Honum fær að blæða. Kaupmáttur hrapar líkt og hin handónýta króna meðan skyldabyrði eykst.

Þeir sem sitja á toppnum og bera ábyrgð á ruglinu, segja...ha ég? nei, ég ætla ekki að taka ábyrgð. Það er svo hlýtt og notalegt við kjötketilinn.

Þótt skoðun almennings sé klínt í augun á þeim, sjá þeir ekkert athugavert.

Traust Seðlabankans neðan við frostmark.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins fellur hraðar en lortur oní skál. Eru algerlega fastir í sinni skoðun að hér þurfi engu að breyta. Ok, samkvæmir sjálfum sér en eru þó úr takti við þegnana sem þeir ættu að vera að þjóna. Undantekningin er kannski kjarnakonan hún Þorgerður.

Samfylking hefur ekki þor til að taka af skarið og blása af hjónabandið. Of notalegt við kjötketilinn, sjáið þið. Þau tala reyndar um að eitthvað þurfi að gera í Evrópumálum, en þora ekkert að gera. Innantóm orð.

Hinir tuða líkt og venjulega, en benda sjaldnast á raunhæfar lausnir heldur. Jú, einhverjir eru farnir að nefna Evrópusamband án þess að verða rauðir af bræði. Það er þó byrjun. Samt er ekki nóg að blaðra og álykta.

Einhver verður að fara að gera eitthvað!

Á meðan bíður almúgurinn og sér fátt annað en að skella sér í ríkið og koma sér í mók. Komast út úr þessum ömurlega raunveruleika hér og inn í eitthvað annað.

Nei, nei. Þá hækka þeir mókgjafann.

Ég læt alveg ósagt hvernig samfélagið samþykkir að afætum sé gefið veiðileyfi á annað fólk, án ástæðu. Það er önnur umræða.

Því miður, þá fækkar óðum ástæðunum til að hanga hér lengur.
Auglýsi síðar hvenær uppboðið á innanstokksmununum verður haldið.


mbl.is Fólk hamstrar vín fyrir hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Get sagt þér það að ég er búinn að staðsetja kuldagallann minn og húfuna. Á laugardag ætla ég að marsera niður í bæ með kvísl og kyndil og vænti þess að þér séuð mér við hlið. Auðvitað skulum við sötra óhækkaðann mjöð með til að lífga upp á mótmælahugarflugið.

Thee, 30.10.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það færi betur á því þá að vera í 30.000 feta hæð á leið til Ástralíu.

Brjánn Guðjónsson, 30.10.2008 kl. 21:23

3 Smámynd: Thee

Hvernig væri nú að Íslendingar stæðu einu sinni á sínu gegn yfirvaldinu.

Thee, 30.10.2008 kl. 21:25

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ef ég sé ekki Gaz-man á næstu dögum er ekki annað en að slútta bananapartýinu og huga að einhverri alvöru framtíð, annarsstaðar

Brjánn Guðjónsson, 30.10.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Thee

Já það má ekki gleyma sundgleraugunum.

Thee, 30.10.2008 kl. 21:30

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

aðal atriðið að muna eftir smurefninu

Brjánn Guðjónsson, 30.10.2008 kl. 21:32

7 Smámynd: Thee

NO MORE MY ASS!
Kemur þú með á laugardaginn?

Thee, 30.10.2008 kl. 21:46

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

að halda á skilti með frosinn skaufa og kalla niður með Dabba?

same old same old. nei ég plana frekar mitt framhald. hef enga trú á þessum moldakofahræðum hér. so sorry

Brjánn Guðjónsson, 30.10.2008 kl. 22:04

9 Smámynd: Thee

Þá sennilega breytist lítið.

Thee, 30.10.2008 kl. 22:21

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég er (eða að verða) hálfnaður og nenni ekki meira rugli. það má eiga gott líf hvar sem er. ég þarf (og mun) ekki lifa með rottur og afætur bítandi sig fastar og hangandi á hálsinum á mér.

Brjánn Guðjónsson, 30.10.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband