Gufan snýr aftur

Ríkisútvarpið hefur ákveðið að fylgja fordæmi stjórnvalda og bakka aftur um 40 ár. Breytingin verður gerð í nokkrum skrefum. Reyndar verður ekki hægt að endurráða gömlu þulina og útvarpsstjórann, vegna óviðráðanlegra orsaka, en reynt verður eftir fremsta megni að bakka að öðru leiti.

Fréttamönnum verður fækkað verulega og svæðisbundnar útsendingar lagðar af strax. Steríó útsendingar sjónvarpsins, sem og textavarp hefur verið aflagt. 

Rás 2 verður lokað á 25 ára afmælinu, þ. 1. des n.k. Eftir áramót verða steríó útsendingar úrvarpsins aflagðar. Í vor mun sjónvarpið hætta að senda út í lit og eftir eitt ár verður sjónvarpið lagt alfarið af.


mbl.is 700 milljóna sparnaður hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gamla góða gufan!

Ég vill að stöð 2 sé bannað að auglýsa, óþolandi að borga fyrir áskrift og svo auglýsingar inn í miðja þætti, þeir eiga bara að lifa á sínum áskriftum og punktur. og meigi bara auglýsa í opini dagsskrá! 

Steini tuð (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 18:21

2 identicon

Látum setja í allsherjarnefnd allsherjarbann á sjónvarpi á fimmtudögum...og hvað um það þótt þulurnar séu ekki lengur víðóma heldur mjóróma, einn hátalari er nóg annað er bruðl og sóun...legg til að fm verði lagt niður líka og tekin upp langbylgja...stofnum svo sambandið aftur þá verður lífið fullkomnað...annars mæli ég með að tuðarinn fari í nornabúðina og kaupi sér brúðu af forsetisráðherra og stingi í hann...bara sonna almennt tuð....;) einnig má finna aðra ráðherra sem hægt er að setja í...

101moi (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

heill þér mói. fimmtudagskvöldið skulu vera heilög, fyrir útvarpsleikrit, já eða ef fólk vill nota þau kvöld fyrir 3some eða kleinubakstur.

Brjánn Guðjónsson, 29.11.2008 kl. 16:39

4 identicon

á nú að rappa yfir gufuna.

dogh (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 17:36

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sounds like a plan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2008 kl. 23:11

6 identicon

Þetta verður brekka fyrir þá, 700 millur...eru þeir ekki að spá í það að hætta með auglýsingarnar í sjónvarpinu á Rúv líka??...já miðað við þetta þá ætti bara að leggja þetta niður, en ég mun gráta RÚV mikið, ég er svo gammeldags.

alva (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 01:26

7 identicon

Svo hendum við útvarpsstjóra út í Kolbeinsey,með múrskeið í  hönd.

Þá getur hann dundað við að grafa sér holu og dillað sér í takt við morgunleikfimina þ.e. öldusláttinn.

Thrainn Jokull Elisson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 05:13

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ögmundur fer aftur í sjónvarpsfréttirnar

Brjánn Guðjónsson, 30.11.2008 kl. 14:25

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já doggy, nú verður sko rappað yfir rúv. annars er ég málfræðifasisti og kýs því heldur að nota orðið víðskita fremur en rapp.

Brjánn Guðjónsson, 30.11.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband