Stofnanir á Facebook

Nú eru hinar ýmsu stofnanir ríkis og sveitafélaga farnar að opna eigin Facebook síður. Í síðustu viku opnaði Slysavarðstofan síðu til leiðbeiningar fyrir þá sem eiga um sárt að binda.

Nú hefur Biskupsstóll ákveðið að gera slíkt hið sama og keppa þannig við Slysavarðstofuna.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Himnaríki ehf og stendur til að veita alls kyns upplýsingar á síðunni, bjóða upp á bænasölu og margt fleira. Umfram allt að bjóða upp á sem flest er lyft getur andanum. Síðan hefur í því sambandi þegar sótt um leyfi til sölu bjórs. Fyrir hafði hún leyfi til sölu messuvína.

Hr. Karl Sigbjörnsson, stólsstjóri, segir marg fleira verða í boði með tíð og tíma. Því ætti fólk að fylgjast vel með og senda vinarboð.


mbl.is Biskupinn kominn á facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ofboðslega pirrandi þetta fyrirtækja- stofnanafargan á feisinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2009 kl. 17:24

2 identicon

í hverju liggur pirringurinn?  Þarft ekkert að fara á síðuna frekar en þú vilt, ef einum er hjálpað þá er það gott - annars skiptir það engu máli.  Plís hættið þessari neikvæðni!

Guðrún (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 19:43

3 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Hið besta mál að fyrirtæki og stofnanir stofni facebook-síður. T.d. er hægt að fylgjast með vel utanríkisþjónustu Bandaríkjanna á Facebook... og svo eru þeir líka með blogg og á Twitter. Algjör snilld.

Reynir Jóhannesson, 3.3.2009 kl. 20:28

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað er neikvæði?

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.3.2009 kl. 09:00

5 identicon

Þér finnst nú ekki leiðinlegt að fá Kallan á fésið og geta fylgst með hvað er að gerast þarna uppi í hæstu hæðum.  Fá Ésú fréttir beint í æð

Jóka (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 10:32

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Sigurður. Hér er neikvæði:

Nei, er nokkuð sem helst ei vil
með nokkru móti segja.
Nei, er þó orðið sem ég gríp til
er mér er sagt að þegja.

Brjánn Guðjónsson, 4.3.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband