Tók allan þennan tíma að semja þessa litlu klausu?

„Alþingi samþykkir að ríkistjórnin leggi inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."

Svo mörg voru þau orð. Drög að þingsályktunartillögu.
Reyndar fylgir svo auðvitað einhver doðrantur með. Greinargerð.

Miðað við það sem fram kemur í fréttinni, þar sem vitnað er í greinargerðina:

„Víðtækt samráð verður haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir viðræðurnar á ýmsum sviðum, s.s. sjávarútvegs, landbúnaðar- og byggðamála, á sviði almannaþjónustu, umhverfis- og jafnréttismála og gjaldmiðilsmála og leitast við að ná sem breiðastri samstöðu um umræðugrundvöll viðræðnanna.“

...og...

„Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:

 

  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra
  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
  • Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis 
  • Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum
  • Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.

 

Alþingi meti hvort setja skuli sérstaka Evrópunefnd Alþingis með fulltrúum allra stjórnmálaflokka er fari með samskipti við viðræðunefnd vegna ESB, en viðhorf stjórnarflokkanna er að það sé heppilegt.“

...finnst mér óskiljanlegur málflutningur heittrúaðra and-Evrópusinna um óútfyllta ávísun, opið umboð og engin skilyrði.

Ég sé ekki betur en að þarna séu einmitt tiltekin skilyrði og að samráð verði haft við sem víðastan hóp hagsmunaaðila til að skilgreina markmiðin og skilyrðin nánar.

Svona er þetta bara. Sumir eru tilbúnir að tala með rassgatinu, þjóni það tilgangi trúarinnar.


mbl.is ESB-tillagan birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

þetta inniber nú ansi mikið þannig að það mátti taka tíma. það verður ekki bakkað út ef samningurinn er allt í einu ekki nógu góður. Ég er alla vega ekki með betri tillögur og er þess vegna ánægð með þetta. það verður aldrey einfalt að leysa mál Íslands í dag.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.5.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband