Hin endanlega lausn á kreppunni!

Jóhanna okkar forsætis segir róttækar aðgerðir þurfa til að ná íslensku samfélagi úr því harðlífi sem það býr nú við.

Eins og allir vita hafa vinstri menn oft verið kallaðir róttækir. Því ætti ekki að vera stórmál fyrir hana að koma róttækum aðgerðum í gegn. Svo ég tali ekki um Joð, sem er róttækari en hvaða rótarýklúbbur.

Jóhanna segist þó standa frammi fyrir erfiðustu ákvörðum ferils síns. Þá erum við að tala um tímabil sem nær allt aftur að Bee Gees, Boney M og Grease.

Vandi Jóhönnu liggur ekki í því að framkvæma, heldur að komast að hvað skuli framkvæma.

 

Þar kem ég með lausnina. Hina endanlegu lausn.

 

Í dag búa landsmenn við gjaldeyrishöft. Það er engin nýlunda. Íslendingar bjuggu við gjaldeyrishöft áratugum saman, allt fram á tíunda áratug síðustu aldar. Við ættum ekki að láta eins og þau séu endir alls. Íslendingar höfðu það ekki svo slæmt alla þessa áratugi þrátt fyrir þau.

Reyndar eru Kolkrabbinn og SÍS dáin drottni sínum, en en maður kemur í manns stað.

 

Lausnin er þessi:

1) Tökum aftur bankastjóra í guðatölu. Látum engan komast upp með óráðsíu og óþarfa lántökur nema þurfa að klæðast upp og lúta í gras. Kyssa skósóla bankastjórans.

2) Endurvekjum Sovétríkin og komum Bjössa aftur í blaðamannastarf á Mogganum. Íslendingar stórgræddu á kalda stríðinu. Göngum til samninga við þjóðverja um endurreisn Berlínarmúrsins.

3) Bönnum áfengisdrykkju á miðvikudögum, sem og sjónvarp á fimmtudögum og í júlí. Þórskaffi skuli jafnframt endurreist.

4) Síðast, en ekki síst. Hvað sem hver segir, móta auglýsingar tíðarandann ekki síður en þær endurspegla hann. Bönnum nýmóðins auglýsingar. Sér í lagi tölvugerðar. Tökum aftur upp svart/hvítar, illa leiknar auglýsingar.

Íslendingar er enn rosalega 2007 í hugsun. Við þurfum að gera íslendinga meira 1967-1977 í hugsun. Innleiðum að nýju auglýsingar með lélegum hljóð og myndgæðum. Það er meira 2009.

Hér eru nokkrar tillögur:

 

 

 

 


mbl.is Róttækar og erfiðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOL LOL LOL þessar auglýsingar eru snilldin ein

Jóka (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband