Tökum upp opinberar flengingar

Fylgi við Hrunræðisflokkinn eykst, samkvæmt sköðanakönnunum.

Almúginn virðist hafa gleymt hverjir hönnuðu íslenska regluverkið. Hverjir það voru, á átján árum, sem lögðu grunninn að íslenska hruninu. Hverjir lögðu niður Þjóðhagssatofnun og lögðu af bindiskyldu. Hverjir græddu og grilluðu meðan bankarnir tóku stöðu gegn krónunni.

Ég sannfærist enn meir um að fólk sé fífl. Hangir á McDonalds þessa dagana.

Svo fer þetta sama lið og kýs Sjálfstæðisflokkinn. Svo ef það er spurt hvers vegna, verður svarið annað hvort „af því bara“ eða „af því pabbi vildi það.“

Hverju er hægt að búast við af þjóð sem samanstendur að megninu til af fólki sem eru ekki annað en íslensk útgáfa af bandarískum rauðhnökkum?


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

33% þjóðarinnar er bara orðið heilaskaddað af átján ára (heila)þvotti. Ég spái hins vegar hressilegum viðsnúningi snemma á næsta ári þegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar fara að bera árangur. Svo ekki sé minnst á þá ómældu ánægju sem 67% þjóðarinnar á eftir að upplifa þegar byrjað verður að smella hengingarólinni um viðkvæman háls fjárglæframanna.

Þráinn Jökull Elísson, 31.10.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: Brattur

Eins og talað úr mínu hjarta Brjánn...

Brattur, 1.11.2009 kl. 00:58

3 Smámynd: Eygló

Hvernig ætli sé hægt að af-heilaþvo?

Það er lágmark að beita opinberum hýðingum. Vil ekki skrifa það sem ég hugsa. Miklu verra það.

Eygló, 1.11.2009 kl. 01:27

4 identicon

Sumir lifa í nútímanum og er nokk sama hvað gerðist fyrir langa löngu

Hafa því meiri áhyggjur af framtíðinni en fortíðinni

Grímur (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 08:45

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en Grímur. það er svo að framtíðin byggir á fortíðinni.

þeir sem kveiktu í eru líklegri til að gera það aftur en þeir sem ekki kveiktu í, samkvæmt tölfræðinni. svo ég tali ekki um samkvæmt heilbrigðu skynseminni.

Brjánn Guðjónsson, 1.11.2009 kl. 13:55

6 identicon

já og svo kennir brunavargurinn, slökviliðinu um að hafa ekki slökt eldin áður en hann kveikti í!

Steini Tuð (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband