Að lenda á'ðí og lenda í'ðí

„Knattspyrnusambandið staðfesti við mbl.is í dag, að starfsmaður þess hefði fyrir  5 árum lent í því að teknar voru jafnvirði 3,5 milljóna króna á þáverandi gengi út af tveimur kreditkortum sem hann var með,[...]“ Feitletrunin er mín.

Það hlýtur að vera ferlegt að lenda í allskyns aðstæðum. Hvort sem maður er starfsmaður KSÍ eður ei.

Vitanlega er ekkert athugavert við að eiga viðskipti við vafasamt lið og uppgötva svo, obbossí, að maður var snuðaður. Maður bara lenti í slæmum aðstæðum. Ekki það að maður bæri ábyrgð á því að hafa labbað sér inn á staðinn.

Jafnvel þótt maður lendi á'ðí og innbyrði svo mikið kampavín að maður hafi ekki rænu á að lesa yfir greiðslukortakvittanirnar. Nei nei. Auðvitað ber enginn slíkur ábyrgð á eigin ástandi. Maður bara lendir í því.

 

Ég bara lentí í að lesa þessa frétt og var því tilneyddur að blogga um hana. Aumingja ég.

 


mbl.is Dýrt næturævintýri Íslendings í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehe. Ákkúrat. Hvernig getur maður ekki hlegið að svona vitleysu?

Jón Flón (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 22:07

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

það er mjög auðvelt að lenda í svona dæmi, korthafinn hefur greinilega ekki farið að afgreiðsluborðinu með þjóninum eða þá ekki atugað hvað þjónninn var að gera. Þessir glæpamenn renna kortunum nokkrum sinnum í gegn og afhenda síðan bara strimil fyrir því sem kúnninn var að versla. Nokkuð ljóst, og það getur hver sem er lent í þessu ef sá sami er ekki á varðbergi. Líka þið hér, strákar.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 6.11.2009 kl. 02:34

3 identicon

Haha, ég gleymi því aldrei þegar ég var einu sinni að bíða eftir tíma á hárgreiðslustofu og greip í Séð og heyrt. Á forsíðunni var eftirfarandi fyrirsögn "Böddi klipp: Lenti í framhjáhaldi"

"Aumingja Böddi, að konan skuli hafa haldið fram hjá honum" hugsaði ég og fletti inn í blaðið. Þegar ég las fréttina kom svo í ljós að það var Böddi sem hélt fram hjá konunni sinni! Hann hélt því í fullri alvöru fram við fréttamann blaðsins að hann væri framhjáhaldsfíkill og svo óheppilega vildi til að hann hafði nýlega lent í framhjáhaldi með tilheyrandi hjónabandserfiðleikum.

Já, það er aldeilis lúxus þegar maður getur fyrrað sig ábyrgð á eigin gjörðum án þess að blikna. Eins og þegar maður lendir í því að drekka frá sér ráð og rænu með fyrirtækjakortið í vasanum...

Lena (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 19:15

4 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

"Bótakröfu hans var vísað frá dómi í Zürich í vikunni þar sem ekki þótti sannað að hann væri fórnarlamb svika þar sem hann hafi kvittað undir allar nótur."

Hann þarf bara að muna að drekka minna næst og leggja það á minnið að strippbúllur eru peningaplokkstaðir.

FLÓTTAMAÐURINN, 6.11.2009 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband