Skapa neyðarlögin íslendingum ekki ábyrgð?

Í gær, í Silfri Egils, var rætt við franska €vrópuþingmanninn Alain Lipietz. Hann kom víst eitthvað að setningu €vrópsks regluverks.

Í stuttu máli vildi hann meina að íslendingar bæru ekki ábyrgð á sofandahætti breta og hollendinga, sem hann vill meina að hefðu borið ábyrgð á eftirliti með Ísbjörgu.

Margir hafa talið, ég þeirra á meðal, að þótt íslendingar hafi ekki borið lagaleg skylda til að tryggja innlánstryggingasjóðinn hefði íslendingar gert sig ábyrga með setningu neyðarlaganna, sem tryggðu innistæður í bönkum á Íslandi, en ekki íslenskra banka erlendis. Hefðu með þeim lögum mismunað fólki vegna þjóðernis.

Mismunun vegna þjóðernis er ólögleg, samkvæmt hinum €vrópsku reglum.

Í kvöldfréttum ríkissjónvarps bendir Lipietz hins vegar á að mismunun vegna þjóðernis átti sér hvergi stað. Sem, þegar betur er að gáð, er hárrétt.

Neyðarlögin tryggja einungis innistæður í bönkum á Íslandi. Algerlega óháð þjóðerni þeirra sem þær eiga.

Þannig voru innistæður breta og hollendina, sem áttu innistæður á Íslandi tryggðar, en innistæður íslendinga á Icesave í Bretlandi og Hollandi voru það ekki.

Því er ekki um mismunun á grundvelli þjóðernis að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er að verða mjög spennandi.

Margrét (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 21:01

2 Smámynd: Brattur

Mikið vildi ég óska að við þyrftum ekki að borga Icesave skuldirnar... sem koma venjulegum íslendingum ekkert við... ekki gengum við vísvitandi í ábyrgð fyrir útrásarvíkingana...

En nú hafa allir flokkar að ég held og forsetinn líka líst því yfir innlendis og erlendis að við komum til með að standa við skuldbindingar okkar... þá er spurningin... erum við skuldbundnir eða ekki ???

Árni Matt. gaf að vísu tóninn í upphafi um að við myndum greiða Icesave með 6,7% vöxtum á 10 árum !

Brattur, 11.1.2010 kl. 21:21

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

í mínum huga er spurningin ekki hvort við stöndum við skuldbindingar okkar, heldur hverjar skuldbindingar okkar eru

Brjánn Guðjónsson, 11.1.2010 kl. 23:54

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Árni Matt getur gefið tóninn og líka súlfalyf

Brjánn Guðjónsson, 12.1.2010 kl. 00:32

5 identicon

Þessi þáttur var mjög áhugaverður.  Bottom line auðvitað borgum við Icesave hjá því verður ekki komist EN ekki á ofurvöxtum Bretanna.  Segi eins og BB "vér mótmælum allir" Margir sem voru mótfallnir aðgerðum ÓRG fengu panic attack og héldu að nú yrðum við endanlega útí kuldanum.  Það held ég ekki.  Held þetta sé okkar meðbyr.  Réttlætið sigrar að lokum.  Við sem lítil þjóð eigum ekki að lúffa alltaf og endalaust fyrir risunum þó lítil séum.  Við eigum okkar rétt eins og allir aðrir.  Hvað er þetta annað en kúgun enda erum við ekki fyrsta þjóðin sem er beitt misrétti af þeirra hálfu.  Enn og aftur Óli á skilið fálkaorðuna.  Hann kom af stað röð atburðarása sl. daga sem hefur verið mjög gaman að fylgjast með og hlusta á.   Mér er alveg sama hver ástæðan var að baki ákvörðun hans.  Hann breytti rétt kallanginn.  Og muna bara keyra þjóðaratkv.greiðsluna í gegnum forrit en ekki Dorrit hahahahaha snilldin ein :D 

Jóka (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband