Tekið á öryrkjavíkingunum

Skrapp í afmæliskaffi til bróður míns í gær. Engar fékk ég hnallþórurnar, eins og ég hafði farið fram á, en í sárabætur fékk ég ofnbakaðan ítalskan brauðrétt, með kjötáleggi.


Hvar við sátum í næði brast á með fréttum ríkissjónvarpsins. Fyrsta frétt var um níðingsskap öryrkja á samfélagi voru.


Vitanlega helltum við úr eyrunum af hneykslan. Vitanlega er það forgangsmál dagsins í dag að koma í veg fyrir að bévítans öryrkjarnir, þiggjandi öryrkjabætur, geti ekki samtímis þegið atvinnuleysisbætur.

Atvinnuleysisbætur eiga því einungis að vera til handa þeim sem eru án atvinnu, en fullfrískir og geti því átt þá von að fá vinnu. Hinir, sem örorku sinnar vegna geta ekki unnið, eða a.m.k. ekki við hvað sem er, eiga vitanlega bara að éta það sem úti frýs. Ásamt gamla fólkinu sem skilað hefur sínu.

Í barnaskap mínum hélt ég að örorkubætur væru bætur fyrir skerta starfsgetu sem leiðir til þess að viðkomandi geta ekki starfað við hvað sem er, ef nokkuð. Fattaði ekki að þær væri einskonar atvinnuleysisbætur. Auðvitað þess vegna sem öryrkjar mega ekki vinna, nema ríkið seilist þá frekar í vasa þeirra. Mikið hljóta hinir auðugu öryrkjavíkingar að eiga góða vasa, fyrst svona eftirsóknarvert er að seilast í þá.

Vitanlega geta öryrkjar, samkvæmt skilgreiningu ríkisins, ekki verið atvinnulausir. Þeir eiga bara að snapa gams og hanga á horriminni.

Við erum að tala um að einstaklingur sem bæði þiggur örorku- og atvinnuleysisbætur getur haft heilar 250.000 krónur í mánaðarlaun! Þetta eru vitanlega bankastjóralaun og ríflega það.

Nei við verðum að tryggja að öryrkjar, allir með tölu, verði áfram á botni samfélagsins. Annað væri óráð.

Þessar gífurlegu fjárhæðir sem þeir hafa svona af ríkinu þarf að nýta í annað. Hér þarf að afskrifa skuldir annarra víkinga. Það kostar sitt. Hver á annars að borga það, nema öryrkjarnir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Góð sneið. Við viljum þá bara öll fá kvartmilljónina góðu :)

Eygló, 10.2.2010 kl. 21:14

2 identicon

Hann bróðir þinn á EINSTAKLEGA  fallegan afmælisdag ;)

Jóka (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 21:22

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

segðu. til hamingju sjálf Jóka

Brjánn Guðjónsson, 10.2.2010 kl. 21:25

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já Eygló. alveg til skammar hvernig örorkuvíkingarnir hafa mergsogið bankakerfið

Brjánn Guðjónsson, 10.2.2010 kl. 21:26

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Já það er til skammar að það er endalaust verið að moka undir þessa öryrkja. Svo fá þeir peniginn úr Lottóinu okkar líka til að kóróna þetta allt saman.

Guðmundur St Ragnarsson, 11.2.2010 kl. 01:13

6 Smámynd: Eygló

Þarna komið þið með það, - þeir viðurstyggilegustu eru atvinnulausir öryrkjar sem vinna í lottói! Vonandi kemur það fram á skýrslunni um mánaðamótin.

Eygló, 11.2.2010 kl. 03:35

7 identicon

Takk Brjánn og hér var hnallþóra í boði hússins.  Lengi lifi réttlætið.  Yndislegt er vort land.

Jóka (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband