Gerum Reykjavík ekki betri. Gerum hana Besta!

Hvað eru alvöru stjórnmál? Eru alvöru stjórnmál þegar uppaldir flokksgæðingar sjá um að klúðra málum? Fólk sem aldrei hefur migið í hinn salta sjó lífsins. Aðallega í að míga yfir alþýðuna.

Svo virðast sumir halda.

Nægir hér að nefna strigakjaftana Jónas Kristjánsson og Agnesi Bragadóttur. Eins Hallgrím Helgason og Baldur Þórhallsson. Kom mér reyndar á óvart að lesa Baldur tala þannig.

Fyrir mér snúast stjórnmál um að hafa áhrif á samfélag sitt og hvernig það þróast. Simple as that.

Því er hver samfélagsþegn bær sem stjórnmálamaður. Hvort heldur hann er fyndinn eða fúll. Heiðarlegur eða ekki. Það er svo fjöldans að samþykkja hann eða hafna honum.

 

Í fyrsta sinn kemur fram „örframboð“ sem fáir tóku alvarlega í fyrstu. Þangað til að fólk gerði sér ljóst að bak við „djókið“ bjó alvara. Þá fór fylgi við það að vaxa svo ört að þeir sem hingað til hafa talið stjórnmálin sína einkaeign fengu taugaáfall. Í miðju áfallinu og án þess að ná sér niður fyrst, sem mun viturlegra hefði verið, var tekið til við að reyna að varpa rýrð á framboðið og oddvita þess. Aðferð sem reynd hefur verið oft áður og alltaf með sama árangri. Þeim að gagnast einungis þeim sem reynt er að varpa rýrð á.

Framboðið sagt „ekki alvöru“ vegna þess að á listanum séu tómir grínarar. Eins og grínarar séu ekki jafn bærir sem stjórnmálamenn og lögfræðingar, jarðfræðingar eða flugfreyjur.

Lítum aðeins á þennan svokallaða lista af grínurum. Topp átta, sem myndu ná kjöri samkvæmt síðustu skoðanakönnun.

Jón Gnarr
Einar Örn Benediktsson

Óttar Proppé
Elsa Hrafnhildur Yeoman

Karl Sigurðsson
Eva Einarsdóttir
Páll Hjaltason
Margrét Kristín Blöndal

Hve margir grínarar eru þarna?

Jú, við getum verið sammála að Jón Gnarr sé spéfugl. Karl hefur aldrei gefið sig út fyrir að vera grínari, þótt Baggalútssamsteypan sem hann á aðild að sé oft á tíðum fyndin. Óttar er best þekktur sem músíkant. Elsu þekki ég ekki, en er eflaust skemmtileg kona. Einar Örn er ekki sérlega fyndinn. Ég hef heyrt hann reyna að grínast en minnir að það hafi ekki gefist sérlega vel. Eva er tómstundafræðingur. Páll er arkitekt og Margrét titlar sig húsmóðir, þótt allir viti að hún hafi grúskað við tónlist.

Svo eftir stendur að á listanum er einn grínari. Einn! Það var þá allt grínliðið.

Þeir sem hvað harðast hafa drullað yfir Besta flokkinn hafa talað um að það væri aðeins tímaspursmál hvenær brandarinn súrni og spyrja hvað taki þá við? Svarið við því er einfalt. Alvaran. Besti flokkurinn hefur með hæðni sinni í aðdraganda kosninga gert fólki ljósan fáránleika stjórnmálanna til þessa. Sorglegt hve margir eru ferkantaðir og sjá það ekki. Hins vegar er ekkert grín að bæta borgina okkar og það vita þau alveg. Borginni gæti varla verið mikið ver stjórnað en sl. fjögur ár. Þessum almennu borgurum í Besta flokknum treysti ég fyllilega til að gera Reykjavík að betri borg.

En hvað er að því að hafa svolítið gaman að því líka?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Nú er komið að því að lýðræðið virki... ef fólkið vill Besta flokkinn þá kýs það besta flokkinn... sama þótt Agnes Bragadóttir vilji að Jón Gnarr dragi framboðið til baka... Það á enginn neitt í pólitík... ekki einu sinni Sjálfstæðisflokkurinn... Það er fólki sem kýs þá til valda sem það best treystir hverju sinni... Jóni Gnarr & Co. er vel treystandi fyrir stjórn borgarinnar... reyndar miklu betur en gamla genginu sem titrar nú og skelfur á beinunum yfir velgengni Besta flokksins... mér er skemmt... mikið djöf... er mér skemmt...

Brattur, 22.5.2010 kl. 22:28

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Brattur hinn Besti

Brjánn Guðjónsson, 23.5.2010 kl. 00:03

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Fyrir mér snúast stjórnmál um að hafa áhrif á samfélag sitt og hvernig það þróast. Simple as that.

algerlega sammála þér Brjánn

Óskar Þorkelsson, 23.5.2010 kl. 04:45

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já Óskar. það er ekki eins og stjórnmál séu einhver atvinnugrein, eða fag.

hvað eiga froðupólitíkusar við þegar þeir tala um að vinna faglega að stjórnmálum? hef aldrei skilið það.

Brjánn Guðjónsson, 23.5.2010 kl. 11:38

5 identicon

Mér er ekki skemmt, en ef Jón Gnarr væri nr. 10 á listanum.. þá væri mér kannski skemmt. Mér finnst það ekki nóg að hafa áhrif á þjóðfélagið - ef maður getur raunverulega ekki haldið um stjórnartaumana heldur verður að hafa her af ~aðstoðarmönnum/konum~ til að sjá um raunveruleg verkin, en flokkurinn sér um að skemmta okkur á meðan .. tímasóun og fésóun! :ÞÞÞ

Leifi Vest.. (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 13:04

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

og hvað hefurðu fyrir þér, Leifi, að Gnarr geti ekki stjórnað frekar en flokksuppalinn gæðingur (les Hanna Birna) ?

Brjánn Guðjónsson, 23.5.2010 kl. 14:08

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það á ekki að vera aðlaðandi að vera valdamikill, því þá laðast bara valdasjúklingar að þeim störfum, þjóðfélagið þarf hinsvegar á hæfileikum að halda en ekki meiri græðgi. Á lista Besta Flokksins er fullt af hæfileikaríku fólki á ýmsum sviðum, og þau hafa verið dugleg að benda á það með gríni sínu hvernig hinir flokkarnir hafa stjórnast af valdagræðgi og gera það enn. Burtséð frá því hversu mikil alvara þeim er, þá held í að grínið þeirra geti aldrei orðið verra en bullið sem hefur viðgengist í borgarstjórn undanfarið kjörtímabil. Og ég er ekki að grínast!

Guðmundur Ásgeirsson, 23.5.2010 kl. 15:20

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

say no more Guðmundur

Brjánn Guðjónsson, 23.5.2010 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband