Vuvuzele lúðrasveitin

Margir hafa tuðað yfir lúðraþyt S-Afríkubúa á HM. Blásandi endalaust í einhverja lúðra sem hljóma sem býflugnager.

En ekkert vandamál er án lausnar.

Ég rakst á link á síðu þar sem ein hver þýðverji var búinn að greina vandamáið. Búinn að tíðnigreina lúðrana. Samkvæmt niðurstöðum hans hafa lúðrarnir grunntíðnina 235 rið ca. Málið þá að draga niður í þeirri tíðni ásamt heyranlegu yfirtíðnanna. 465, 930 og 1860 rið.

 Á síðunni má heyra dæmi. Fyrir og eftir síun, sem lofa góðu.

Ég ákvað að sannreyna þetta. Tók klippu af lýsingu RÚV og sía hana á sama hátt. Reyndar nota ég ekki sama tól og Þýskarinn. Mér sýnist hann ná betri filteringu en mitt tól býður upp á. Þrengri bandbreidd (hærra Q). En hvað um það. Mínar tilraunir staðfesta að mínu mati að það sem þýðverjinn heldur fram, stendur.

Vitanlega hefur sían áhrif á rödd þess er lýsir, í dæminu sem ég birti, en ef tæknimenn RÚV sía hljóðið frá gervitunglinu áður en rödd lýsandans er sett inn mun enginn verða var við neitt, nema hvað lúðraþyturinn svo að segja hverfur.


Mínar niðurstöður.

Án síunar



Með síun



Svo getum við rætt hversu flott er að heita Alkarass, en það er önnur umræða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mikjlu einfaldara að slökkva bara á sjónvarpinu eða skipta um rás.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.6.2010 kl. 00:59

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Rétt Sigurður. Þó kýs ég heldur Vuvuzele lúðrana en hallelújalúðrana á Omega, eða hallelújalúðra Bláu handarinnar á ÍNN.

Brjánn Guðjónsson, 15.6.2010 kl. 09:54

3 identicon

Ég mæli með að horfa nógu oft á bláu höndina á ÍNN og t.d. 2svar sama þáttinn í röð.  Ég hef prófað það og ég fékk kikk útúr því :D

Jóka (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 19:46

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já. valið stendur milli Omega og ÍNN. fábjána eða blábjána.

Brjánn Guðjónsson, 22.6.2010 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband