Gengistrygging og hvað?

Ég er ánægður með Hæstaréttardóminn um gengistrtyggðu lánin.

Það er samt skondið að fylgjast með viðbrögðum hinna og þessa. Sumir virðast halda að dómurinn eigi aðeins við um bílalán, en ekki húsnæðislán, þar eð tilfellin fyrir dómnum voru bílalán.

Afneitunin er yndisleg og bankastjóri Landsbankans (enn einn gráhærði gaurinn sem dreginn er í stjórn bankanna) sagði að allt allt væri í gúddí.

Sumir er enn í afeitun. Arion, Landsninn og sjálfsagt freiri.

Þeirra samningar um lán til íbúðakaupa eru jafn ólöglegir. málið snýst ekki um hvort var lánað fyrir bíl, íbúð eða reiðhjóli. málið snýst um að veitt voru lán, greidd í krónum, en verðtryggð í erlendum mytum.

Einfalt lán gæti hafa verið veit á eftirfarandi veg.

Lán að upphæð X Evra greitt út í krónum. (þar eð engrar evrur skiptu um hendur er um lán í íslenskum krónum að ræða)

Lánið vaxtað með Libor Vöxtum Evru (plús álagi bankans). Gengistengt

Nú hefur gengistryggingin verið dæmd ólögmæt.

Þá standa eftir önnur atriði samningins. Upprunalegur höfuðstóll og áreiknaðir Libor vextir Evru. Þeim skilmálum verður ekki breytt. Breyti Alþingi þeim einhliða, afturvirkt, gerir Alþingi sig segt um eignaupptöku. 

Því þarf að reikna lánið frá upphafi, í krónum og Libor vöxtum Evra. Simple as that. allt stendur nema hinn ólöglegi þáttur. Gengistryggingin.

Tek það fram að ég hef engin gjaldeyrislán, en finnst að þeir sem hafa verið terrorisaðir fái sitt til baka. þeir sem þegar hafa tekið líf sitt af áhyggjum munu ekki fá neitt.

 

Loksins er eitthvert ljós til handa fólki gegn afætunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gengisfelling er eignaupptaka.  Kvótakerfid er eignaupptaka.  Íslendingar kjósa fólk á thing sem reanir thá.  Thjódin á sjálf sök á thví hvernig komid er fyrir henni.

Ekki í fyrsta skipti (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband