Á ég að hlæja eða skellihlæja...

...yfir þessari frétt um afsakanir varðhunda auðvaldsins?

Hví ætti ríkisvaldið að þurfa að dæla fjármagni í gjaldþrota fjármálastofnanir, einkareknar?
Hvernig getur það varðað almannahagsmuni að þær fari yfir um?

Væntanlega með þeim rökum að falli þær, tapist einhverjar eigur almennings. Sparnaður.

Bankarnir hafa gefið það út að umræddur dómur og verstu afleiðingar hans muni ekki setja þá á hliðina. Eftir standa einhver smærri fyrirtæki sem einungis hafi stundað útlán en ekki innlán. Afsakið fávisku mína, en eru einhverjir innlánsreikningar hjá Lýsingu, SP fjármögnun, Avant, eða hvað þessi kompaní heita öll? Hvaða almannahagsmunir eru í húfi þótt þessi fyrirtæki deyi drottni sínum og rotni?

Spyr sá er ekki veit.

Svo klykkja þeir út með þessu; „Sú hætta geti skapast að erlendir aðilar endurmeti viðhorf þeirra til fjárfestinga á Íslandi til lengri tíma. Það myndi þýða minni erlenda fjárfestingu og verri kjör á erlendum lántökum og rýrari þjóðartekjur í framtíðinni með áhrifum á komandi kynslóðir.“

Eru það ekki aðallega gjaldeyrishöftin sem fæla erlenda fjárfesta frá? Hver hefur annars áhuga á að fjárfesta þar sem hann getur síðan ekki kassað út gróðanum?

Kannski ég sé í ruglinu. Gaman væri þá að fá að vita hvernig. Svo ég komist úr ruglinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

til að komast æut úr ruglinu verðuru að flýja land Brjánn.. ísland er ekkert að fara lagast..

Óskar Þorkelsson, 28.7.2010 kl. 13:08

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kannski maður geri það bara á endanum. ekki miklu at tapa.

Brjánn Guðjónsson, 29.7.2010 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband