Y

Eftir því sem blogg hefur orðið sífellt vinsælla hef ég betur og betur tekið eftir hve hátt hlutfall fólks er illa að sér í stafsetningu. Látum málfræðina liggja milli hluta. Eitt helsta einkennið er að vita ekki hvenær skal skrifa 'i' eða 'y'. Ég lái fólki svo sem ekki að velkjast í vafa með það. Sjálfur er ég ekki alltaf of viss og reglurnar dekka ekki allt saman. Mér er þó það til happs að hafa gott sjónminni, sem hefur hjálpað mér mikið með þetta sem og annan lærdóm. Þó man ég alltaf að einn íslenskukennari minn sagði, að sértu í vafa um hvort nota eigi einfalt eða ypselon, notaðu þá einfalt.

Það er alveg ótrúlega algengt að sjá notað 'y' á ólíklegustu stöðum. Nýjasta 'trendið' í umræðunni þessa dagana, um Orkuveitudæmið allt, er að tala um REY þegar menn eru að tala um REI.

Mykyð er ég hyssa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég hef líka heyrt þessa kenningu að nota einfalt I þegar maður er ekki viss, finnst ég skrifa nokkuð rétt en þegar ég nota villupúkan til að lesa yfir, finnur hann oftast einhver stafavíxl og annað sem manni yfirsést í ákafa leiksins.  Tungumál er þess eðlis að við erum sífellt að bæta við okkur, ég er t.d. orðin það gömul að ég verð stundum orðlaus yfir málfari fréttamanna í fjölmiðlum.  Hreinlega skil ekki hvað þeir eru að bulla.

Ester Sveinbjarnardóttir, 12.2.2008 kl. 22:59

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er nú svo mikill þverhaus að ég nota ekki villupúkann. þess vegna læðast e.t.v. inn innsláttarvillur hjá mér.

Brjánn Guðjónsson, 12.2.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Jamm, þverhaus eða ekki þverhaus, ég nota ekki púkann hérna á blogginu, en þegar ég er að skila af sér skýrslum, þá er það ekki trúverðugt að hafa mikið af villum.

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.2.2008 kl. 00:08

4 Smámynd: Tiger

Mikið rétt hjá þér þetta með villurnar hjá sumum. Það svíður stundum þegar maður les villur sem eru svo skelfilega áberandi að þær draga alla athyglina frá því sem verið er að skrifa um. Að sjálfsögðu gætu margir verið haldnir svokallaðri lesblindu og ber okkur auðvitað að virða það - en alltof margir nýta sér þá afsökun í tíma og ótíma...

Persónulega tel ég mig vera nokkuð sæmilega settan hvað villur varðar en rétt eins og þú - þá nota ég aldrei villupúka heldur langmest sjónminni sem og annan lærdóm. Ég les heljarinnar ósköp og því meira sem maður les því betur byggir maður upp sjónminnið. Rétt eins og hjá þér líka, þá læðast inn hjá mér innsláttarvillur sem ég sé oft ekki fyrr en ég hef sent frá mér efni - innsláttarvillur sem ég nenni ekki að eltast við svona eftir á.

Tiger, 13.2.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband