Málið upplýst?

Hvernig getur málið talist upplýst þegar ekki hefur enn náðst í skottið á þeim er eitthvað kann hugsanlega að vita um uppruna kúpunnar?

Þótt vitanlega skuli menn ekki hlaupa upp til handa og fóta, að telja að eitthvað saknæmt hljóti að vera í spilinu, verður þó að teljast í hæsta máta skrýtið að mannabein endi sem stofustáss. Sér í lagi ef um ekki eldri bein eru að ræða en hugsanlega frá síðari hluta síðustu aldar. Hvar er svo búkurinn? Hugsanlegt er að manneskja hafi orðið úti. Fuglar eða snjóalög hafi síðan fært höfuðkúpuna frá búknum og hún síðan endað á arinhillunni.

Hvað veit ég? Hvað veit lögreglan?

Væntanlega vilja menn komast að hver manneskjan var og hvar, hvenær og hvernig hún lést?

Varla telst málið upplýst, áður en einhver líkleg niðurstaða fæst í málið og á meðan enginn veit neitt?


mbl.is Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hjó eftir að maðurinn sem hafði kúpuna til skrauts (hvað með beinin, var ekki fullt af lausum beinum líka?) taldi hana vera dýrahöfuðkúpu.  Hvernig er hægt að komast hjá því að sjá að þetta eru manneskjuleifar?

Furðulegt mál.

Gleðilega páskarest Brjánn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: argur

Jenný mín, þetta var nú bara beinflís en ekki heil kúpa.

argur, 24.3.2008 kl. 17:26

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það hafa birst tvær ólíkar myndir með fréttunum um þessa höfuðkúpu. líklegast hvorug af umræddri kúpu. var þetta kannski bara kinnbein?

gleðilega páskarest

Brjánn Guðjónsson, 24.3.2008 kl. 17:43

4 identicon

Nokkuð ljóst af þessi upphlaupi öllu að Íslendingar lesa of mikið af glæpasögum - og mála skrattann á hvern vegg sem þeir sjá. Þvílík vitleysa!

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 18:10

5 Smámynd: Tiger

  Ójá, nú er víst komið í ljós að beinagrindin er víst bara öskubakki sem reyndist bara vera erfðagripur.. eftir nokkra daga verður erfðagripurinn orðinn að gegnheilum marmara hugsa ég. Alveg væri ég til í að eiga svona heila beinagrind - þú veist - svona eins og eru á læknastofum - eða eru þær ekki þar lengur? ...

Tiger, 25.3.2008 kl. 19:41

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

skyldi maður sjálfur enda sem öskubakki?

Brjánn Guðjónsson, 25.3.2008 kl. 19:41

7 identicon

Kannske er þetta Kristinn nokkur, ég hef heyrt að hann sé á kúpunni...

moi101 (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 20:34

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Krissi á kúpuni?

en hann reykti ekki og notaði þ.a.l. ekki öskubakka, nema þegar hann var í þeim gírnum, að skreyta á sér slátrið. hann var pínu þannig, karlinn.

Brjánn Guðjónsson, 25.3.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband