Uppvakningurinn Vöxtur

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir af Vexti. Vöxtur var uppvakningur er olli mikilli skelfingu meðal bænda á suðurlandi í upphafi sextándu aldar. Hann mun hafa komið í skjóli nætur, laggst á og rýrt bóndans fé. Fer sögum af mörgum hungurdauðanum af hans völdum, eða eins og segir í þjóðsögunum, „Vöxtur kom um kvartil hvert og lá hans leið í bæði fjárhús og fjós. Rýrði hann þar allan pening.“

Færri vita þó að Vöxtur hefur lifað með þjóðinni eftir þetta og fram á þennan dag. Það varð að orðatiltæki að Vöxtur legðist á [bú]pening fólks, þegar rýrnun varð í stofninum. Síðar varð notkunin víðtækari og var jafnframt farið að tala um Vöxt í sambandi við peninga almennt. Vextir og verðbólga eiga nafn sitt að rekja til uppvakningsins Vaxtar.

Birni nokkrum Jónssyni tókst að ráða niðurlögum Vaxtar, við Rangá, árið 1508. Þá segir sagan að á þeirri stundu er Vöxtur var aftur rekinn til heljar hafi hann sagt við Björn, „Aftur mun ég snúa á þúsöldinni þriðju.“

Það er því skiljanlegt að menn séu óttaslegnir nú, réttum 500 árum eftir fráhvarf Vaxtar.


mbl.is Verðbólgan „skelfileg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband