Júróúrslit

Nú er ljóst að íslendingar hafa komst upp úr skurðinum og í aðalkeppnina, í fyrsta sinn síðan undankeppnasýstemið var tekið upp.

Síðast keppti Jónsi árið 2004. Nú hafa hinsvegar Friðrik og Regina komið íslandi upp úr gröfinni með frábærum flutningi í kvöld.

Núna geta íslendingar loXins hellt sig fulla á laugardag og horft á Jóróvisjón. Auðvitað hafa þeir alltaf gert það. Nú geta þeir hinsvegar, að nýju, haldið með einhverjum.

Keppni kvöldsins er lokið og næst er að sjá hvað gerist á laugardagskvöld.

Bergmálstíðindi þakka fyrir kvöldið. Sæl að sinni og lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta eru góð tíðindi fyrir partýdýr laugardagskvöldsins. Ég biðst þó undan þátttöku engu að síður.

En það er í góðu lagi að óska áhugasömum innilega til hamingju.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.5.2008 kl. 21:09

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Svo þakka ég kærlega fyrir skemmtilega lýsingu "í beinni" með söguskýringum og öðrum fjaskenndum kommentum Bergmálstíðindamanns.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.5.2008 kl. 21:10

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

njóttu vel LH, sem og allir lesendur Bergmálstíðinda

Brjánn Guðjónsson, 22.5.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fái Bergmálstíðindi ekki fjölmiðlaverðlaun ellegar fálkaorðu, fyrir störf í upplúsingaþágu, skal ég hundur heita.

Þá væntanlega Hundur Guðjónsson

Brjánn Guðjónsson, 22.5.2008 kl. 21:16

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þakka kærlega fyrir frábæra útsendingu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband