Ég verð að viðurkenna að það er fátt sem ég læt fara í taugarnar á mér. Oft þarf ég að hafa mig allan við að koma mér í fjasgírinn. Þó er eitt sem mér tekst, með lítilli fyrirhöfn, að láta fara í taugarnar á mér.

Lélegt málfar.

Það er eitt að tala/hlusta á fólk og annað að lesa skrif þess. Í töluðu máli kemur t.d. ekki fram munurinn á y og i, þótt annað komi þar fram, eins og að segja aðrari í stað annari.

Eitt er það sem ég tek eftir í bloggskrifum, en heyri sjaldan notað í töluðu máli, er þegar fólk er að nota í tíma og ótíma. „þegar hann sagði...“, „þegar ég gerði“, og svo framvegis. Þetta stuðar mig. Aldeilis óþolandi.

Ok, allir geta gert einstaka ritvillur og svoleiðis, en kommon. Þegar maður les heilu bloggin, uppfull af óþarfa  hér og þar, svo ég tali ekki um röng y á víð og dreif. Þá á ég erfitt með að halda aftur af mér og lesa til enda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Mundu ad Þad er bara ad læra ad fyrirgefa Þeim sem eru ad skrifa of mikid ad.......

Gulli litli, 26.6.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég fyrirgef heilshugar, en þó er erfitt að lesa svona blog

Brjánn Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Skattborgari

Það er bara ý fýnu lagy að vera með nokkrar stafsétninga vyllur. Lésá bára framhja þeym. Aðilar eu mis flinkir að skrifa.

Skattborgari, 26.6.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt skattborgari. fólk er mis flinkt að skrifa, en að setja út um allt hefur ekkert með stafsetningu að gera, heldur málfræði

Brjánn Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 20:52

5 identicon

Fer lélegt málfar í taugarnar á þér?

"Kommon."

Már Högnason (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 21:27

6 Smámynd: Brjánn Fransson

"Ég verð að viðurkenna að það er fátt sem ég læt fara í taugarnar á mér. Oft þarf ég að hafa mig allan við að koma mér í fjasgírinn. Þó er eitt sem mér tekst, með lítilli fyrirhöfn, að láta fara í taugarnar á mér." - Það ku vera 5 í þessari málsgrein. Annars er ég líklega misskilja þennan nafnháttarmerkja notkunarpirring.

Brjánn Fransson, 26.6.2008 kl. 21:34

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nafni.  er ekki slæmt per se. ef þú sérð ekki muninn á að segja 'að hafa' og 'þegar að' ættirðu að halda kjafti og halda þér við rjómaísinn

Brjánn Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 21:46

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

halda þig, átti það að vera

Brjánn Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 21:47

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

að fylgir sagnorðum, remebmer.

að viðurkenna, að hafa, að láta.

dummy

Brjánn Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 21:50

10 Smámynd: Skattborgari

Þú ættir kannski bara að leiðrétta fólk þegar það gerir villu í stafsetningu og benda á þær verstu.

Skattborgari, 26.6.2008 kl. 23:11

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nei, það held ég ekki

Brjánn Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 23:13

12 Smámynd: Skattborgari

Skil það vel bendi stundum á ef ég sé einhverja virkilega fyndna.

Skattborgari, 26.6.2008 kl. 23:33

13 identicon

Hræðilegt er að heyra fólk ofnota orðið "síðan".  Dæmi: Ég vann hjá þessu fyrirtæki fyrir tveimur árum síðan.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:03

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

true

Brjánn Guðjónsson, 27.6.2008 kl. 00:08

15 identicon

Jég er sþko eyginliga alveg hjartarlega sammála þjer

alva (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:19

16 identicon

Lifi leiðYndin...

moi101 (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 01:58

17 Smámynd: Tiger

 Veistu Boxari góður - ég deili með þér þessum pirring. Mér finnst óendanlega leiðinlegt þegar ég les blogg eða eitthvað annað - sem inniheldur heilmikið af villum - bæði stafsett og málfar þarf að vera gott til að halda manni við lesturinn. Knús og kram í loftið til þín ljúfi kappi, eigðu ljúfa nótt og frábæra helgi framundan.

Tiger, 27.6.2008 kl. 03:13

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér finnst eiginlega verra þegar fréttirnar eru uppfullar af villum.

Fór af handahófi inn á eina frétt og þar stóð;  "Braust inn í hraðfiskvinnsluhús og stal harðfiski".  En kannski eru þeir að flýta sér við fiskvinnsluna ? 

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/26/skilordsbundid_fangelsi_fyrir_ad_stela_hardfiski/

Anna Einarsdóttir, 27.6.2008 kl. 10:32

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nema villan sé í síðara orðinu „Braust inn í hraðfiskvinnsluhús og stal harðfiski“

kannski á það að vera „Braust inn í hraðfiskvinnsluhús og stal hraðfiski“

Brjánn Guðjónsson, 27.6.2008 kl. 10:46

20 identicon

ég þoli ekki þegar fólk setur út á stafsetninga villur hjá mér, ég er lesblindur og skelfilega hljóðviltur. Og að eiga vin eins þig Brjánn sem að hefur aldrei fengið undir 10 í stafsetningu, er skelfilegt fyrir mann eins og mig sem fékk oft 0 í stafsetningu, ég mæli svo firir (fyrir) að ufsilon (y) verði fellt úr íslensku, þessi stafur er jafn mikil óþarfi og setan (Z) var.  Asnalegt að kunna dönsku til þess að geta skrifað okkar tungumál rétt, og svo eru undantekningar og eitthvað álíka rugl. sama hvað hver segir þessi stafur er ÓÞARFI!!

Steini Tuð (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 15:16

21 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt hjá þér Steini minn, en kannski er þetta líka spurning um fagurfræði.

ég meina...pældíði hvað yfir lítur asnalegu út, skrifað með einföldu i, ifir.

Brjánn Guðjónsson, 27.6.2008 kl. 15:41

22 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en annars finnst mér mun verra að sjá y þar sem á að vera i, heldur en öfugt.

regla númer eitt. sé maður í vafa um hvort skuli nota i eða y, skaltu nota i.

þó finnst mér málfræðivillur leiðigjarnari en stafsetningavillur.

Brjánn Guðjónsson, 27.6.2008 kl. 15:44

23 identicon

Já Brjánn, en  Sverrir Hermansson sagði það sama með setuna, að verzlun mundi líta asnalega út sem verslun eins og við skrifum það í dag, ufsilon hafði tilgang þegar við bárum það fram sérstaklega, en við gerum það ekki í dag.   en ég er sammála þér með málfræðivillurnar.  enda var það málfræðin sem að hjálpaði uppá einkunirnar hjá mér í íslensku,  samt á ég það til eins og aðrir að tala ekki 100% rétt og jafnvel beigja vitlaut. 

ég er og var tossi (lesblindur) heheheheh

Steini Tuð (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 17:04

24 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Zverrir Zorglúbb

Brjánn Guðjónsson, 27.6.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband