Tækifærin...Ég missti af þessu

Ég var einmitt að hugsa um þetta í vikunni, að nú væri tækifærið að hefja sölu á peningaskápum. Nú verður örugglega einhver á undan mér, eftir þessar fréttir frá Bretlandi. Pinch

Arrrrgggh!

Hvað þá? Errm Var ekki einhver að segja að efnagahshrunið byði upp á ný tækifæri?

Jú, fyrir peningaskápabransann. W00t En skyldu vera fleiri tækifæri?

Umrædd kreppa hefur ekki náð að bíta í mig ennþá. Ég er bara með mín yndislegu innlendu verðtryggðu lán Sick Hverra ég fyllist þakklæti og hlýhug af að sjá höfuðstóla og aðrar mublur hækka. Ég má víst þakka fyrir að hafa engin lán í erlendu gengi. Ég sé til hvort ég nái að næla mér í eins og eina spælingu ef þeir sem hafa vísvitandi tekið sína gengisáhættu verða skornir niðr'úr snörunni, meðan ég og hinir verðtryggu skuldararnir fáum að halda hand- og fótjárnunum.

„What goes up, must come down“ sagði einhver, sem aldrei hafði heyrt um verðtryggðan höfuðstól.

Hvað um það...

Tækifæri og aftur tækifæri!!

Fyrst aðrir voru á undan með peningaskápana, er þá ekki rétt að markaðsetja sprengjuheld koddaver?

 

 


mbl.is Peningaskápasala stóreykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... ég held að það sé eina vitið í dag að halda áfram að eyða peningum... þ.e.a.s. þeir sem það geta... við megum ekki stinga peningunum undir koddann eða inn í peningaskápa þá stöðvum við tannhjólið, því í grunninn lifum á því að kaupa og selja hvort öðru... en auðvitað eru fullt af tækifærum sem opnast núna... ekki spurning... nú þarf bara að stinga nefinu út í lofið...

Brattur, 12.10.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Allt sem fer upp kemur niður aftur" nema verðtryggingin...

Þetta hef ég aldrei heyrt áður en er auðvitað kórrétt.  Svo má ég til með að bæta því við að blaðran hans Palla litla fór bara upp. 

Anna Einarsdóttir, 12.10.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lélegur bisniss í skápum kallinn, nema að þú ætlir að geyma í þeim loforðin frá Ríkisstjórninni. 

Þau gætu orðið verðmætar heimildar.

But no deneros á lausu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband