Hræsni Joðhönnu

Fyrst ég get ekki sofið, er ekki úr vegi að halda smá tölu.


Fyrir ári síðan var Þyrnirósarsvefninn í algleymingi.

Ríkisstjórn og eftirlitsstofnanir sváfu á verðinum. Tja, sváfu kannski ekki mjög fast. Dormuðu heldur. Það var vitað hvað var að gerast en fólk valdi heldur þann kost að velta sér á hina hliðina í stað þess að vakna og segja stopp!

Á síðasta ári var tvennt að gerast. Bankarnir tóku endurtekið stöðu gegn krónunni, sem svo „skemmtilega“ vildi til að tók hverja dýfuna í lok hvers ársfjórðungs. Á sama tíma rakaði Landsbankinn til sín fjármunum í útlöndum, gegn um innlánsreikninga Icesave.

Að lokum var hvoru tveggja komið í ástandið „helvítis fokking fokk.“ Viðbrögðin voru þau að ætla sér ekki að borga neitt. Kannski mér réttu? Hver vill svo sem borga annarra manna skuldir? Skuldir óreiðumanna.

Menn vísuðu til neyðarréttar og ónýts regluverks, hvað varðar Icesave skuldirnar. Það væri bara óréttlátt að þurfa að greiða þessar skuldir, þrátt fyrir að regluverkið segði svo. Enda töldu menn regluverkið ónýtt. Þó var ákveðið með neyðarlögum að sumum yrði bjargað en öðrum ekki. Íslendingar skyldu tryggðir en útlendingar ekki. Hinsvegar fór það svo að erlend stjórnvöld, með breta í broddi fylkingar, beyttu lítilmagnann Ísland þvingunum í valdi aflsmunar. Skuldin skyldi greidd.

Hvað þá með gjörning þessarra sömu óreiðumanna sem felldu gengi krónunnar um helming? Þá gjörninga sem á stuttum tíma snarhækkaði skuldir íslensks almennings, hvort heldur er beint vegna gengismunarins eða gegn um hækkandi vísitöluna sem afleiðing af snarhækkandi vöruverði.

Lítilmagninn, íslenskur almenningur, hefur í allan vetur reynt að höfða til sömu réttlætiskenndar stjórnvalda og þau sjálf voru svo upptekin af þegar Icesave var annars vegar. Neyðarréttarins og ónýts regluverks. Nei, það má ekki tala um það. Rétt eins og varðandi Icesave, þykir í lagi að redda sumum en öðrum ekki. Að afskrifa milljarðaskuldir stórfyrirtækja, hægri og vinstri, þykir ekki tiltökumál. En að afskrifa eitthvað af skuldum almennings sem óreiðumennirnir sköpuðu og má því kalla þeirra skuldir. Skuldir óreiðumanna. Þeim má ekki hrófla við.

Framferði breta gagnvart íslendingum var fautalegt. Sannarlega er rétt að hér var um neyðarástand að ræða af völdum ónýts regluverks og sofandaháttar þeirra sem standa áttu vörðinn.
Hvað varðar heimilin í landinu er nákvæmlega sama um að ræða. Neyðarástand af völdum ónýts regluverks og sofandaháttar þeirra sem standa áttu vörðinn.

Hinsvegar þykir tvíeykinu Joðhönnu allt í lagi að fautast sjálf á lítilmagnanum, eigin þegnum, þótt þau lúffi fyrir þeim bresku.

Í minni orðabók kallast þetta hræsni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mínz orðabók sammálgzt þinni um flezt...

Steingrímur Helgason, 9.6.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband