Súr íslensk lög

Ég rakst á frétt á Vísi, um eignahaldsfélög auðmanna utan um íbúðarhús sín. Þar er tekið dæmið af Hannesi Smárasyni.

Þessi málsgrein fékk mig þó til að staldra við:

„Ef lánið gjaldfellur þá er ekki hægt að elta eignarhaldsfélagið umfram veð - eins og hægt er með einstaklinga.“

Hvurslags þjóðfélag er þetta orðið?

Það er ekki nóg með að hlutafélög hafi lægri skattbyrðar en almúginn, heldur hafa þau skjól umfram alþýðuna þegar kemur að vanskilum og gjaldþrotum.

Mér þætti fróðlegt að vita hvort til standi hjá Joðhönnu að laga þetta. Þeim sem er svo umhugað um alþýðufólkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

einhvern veginn er ég búin að fá nóg..............og hverf úr landi innan tíðar..........er að reyna að vera í fréttabanni.................til að halda sönsum

Hólmdís Hjartardóttir, 26.6.2009 kl. 03:35

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Nú þetta er lagaumhverfið sem Sjálfgræðgisflokkurinn hefur verið að föndra utan um sig og vini sína undanfarna tvo áratugi. Af hverju er fólk svona hissa á því að íslensk lög nái ekki utan um efnahagsglæpi og óskunda af ósiðlegum toga? Mér finnst það fullkomlega skiljanlegt.

Soffía Valdimarsdóttir, 26.6.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband