Fúskarar fyrri ára notuðu Reykjalundsplast

Vorið 2007 keypti ég stórt einbýlishús í Borgarnesi ásamt minni þáverandi, af landsþekktum rútuforkólfi. Kominn var tími á ýmislegt, hvað viðkom viðhaldi á húsinu.

Kjallara hússins hafði hann nýtt að hálfu sem geymslu og að hálfu sem gistirými fyrir rútubílstjóra sína. Í kjallaranum var stórt herbergi sem var upprunalega kyndiklefi og þvottahús. Við rústuðum út gamla olíuofninum og breyttum herberginu í eldhús. Til stóð að útbúa leiguíbúð í kjallaranum.

Við fengum tvo gamalreynda pípara í málið, sem unnu verkið af fagmennsku.

Í leiðinni var frárennslinu úr vöskum og þvottavélum breytt og því beytt í aðra lögn. Þá kom upp vandamál. Þó voru þetta bara frárennslislagnir úr eldhússvaski og þvottavél. Ekkert skólp. Það fór í aðra lögn.

Allt í einu fóru niðurföll að stíflast og yfirfyllast, færi einhver að vaska upp, svo upp úr flæddi.

Pípararnir voru kallaðir til á ný og málið skoðað. Í ljós kom að lögnin reyndist sífluð og því flæddi upp úr niðurfalli, utandyra, sem tengdist inn á sömu lögn.

Farið var í Húsasmiðjuna og leigð brotvél og hafist var handa við að brjóta upp steinsteypuna.

Í ljós kom að þeir sem höfðu lagt lagnirnar á sínum tíma notuðust við Reykjalundarplaströr, sem alla jafna voru notuð í kaldavatnslagnir, inn í hús. 100mm rör sem þarf ekki mikið meira en dauða mús til að stífla en eftir að hafa brotið upp dágóðan hluta gólfsins, sem og stéttarinnar fyrir utan, var málinu bjargað með nýrri lögn og nýju utanhússniðurfalli.

Allt fór þetta vel á endanum, en ég man upphrópun píparans þegar hann sagði; „Þetta er Reykjalundsplast!“


mbl.is Reykjalundur-plastiðnaður í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

af minni þekkingu af pípulagnaefni sem er orðinn þónokkur eftir margra ára reynslu, þá er yfirleitt talað um að PEH (Reykjalundarplast) sé betri lögn en hefðbundin PVC (Appelsínugulu) rörin.  varðandi stærð rörsins þá er 100mm gat það sem er notað öllu jafnan í skólplagnir undir plötu. Ég er nokkuð viss um að píparinn hafi hrópað þetta vegna þess að þetta var svo grand lögn til að nota í skólp en ekki vegna þess hve léleg hún var.

Konni (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 23:32

2 Smámynd: Landfari

Hver leggur kalt vatn inn í einbýlishús, þótt stórt sé,  í 100mm rörum?

Landfari, 11.7.2009 kl. 00:39

3 identicon

Þvílík steypurfærsla !!!

Betra að sleppa færslu þegar maður veit EKKERT hvað maður er að tala um.

Titill Brjáns segir mikið: 

Formaður félags áhugafólks um óánægju sem og aðili að samtökum aðila að aðildarsamtökum.

Kalli (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 00:50

4 Smámynd: Ellert Júlíusson

PE vs PVC er frekar einfalt. PE notar maður innanhúss þar sem að PVC (polyvinyl cholride) myndar eiturgufur sem geta drepið mann og annan við innöndun.

PE (Polyethylene) eða "grátt" notar maður í innanhúslagnir þar sem að það er mun mýkra en PVC og getur því lagst saman undir þeim þrýstingi sem myndast þegar steypa og jarðvegur er lagt ofan á það.

100mm er notað alls staðar, nema þar sem um stein er að ræða en hann er aðeins sverari. Á móti kemur að mótstaðan er mun meiri í honum og því minni "flutningsgeta".

Ergo...maður sem leggur PE í jörð sem affallslög en ekki PVC er fúskari ;)

Ellert Júlíusson, 11.7.2009 kl. 01:52

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er á kafi í að endurbyggja baðherbergið uppi. Hér í Hollandi nota þeir 125mm í skólp, en 80mm fyrir vaska.

Villi Asgeirsson, 11.7.2009 kl. 03:56

6 identicon

Pvc rör eru notuð í affall af skólpi og niðurföllum vegna þessa að þau þola eiturefni og rýrna ekki. Lang bestu slíku rörin fást hjá Set ehf röraverksmiðju á Selfossi.

www.set.is

Hilmar (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 09:12

7 Smámynd: Landfari

Ellert minn, 100mm rör er hvergi notað til að leggja kalt vatn inn í einbýlishús.

Þú gleymir alveg að geta þess þegar þú talar um að 100mm rör séu notuð alls staðar  að þú ert að tala um frárennslislagnir. Einnig er mjög villandi að segja að PVC (rörin) myndi eiturgufur. Það gera þau ekki svona dags daglega heldur við bruna.

Landfari, 11.7.2009 kl. 16:12

8 identicon

Þetta er mú meira bullið. Þetta gráa PE sem þú er að tala um Ellert er ekki PE heldur PP "Polypropelyn", það er notað mest innandyra vegna einmitt þess að það myndar ekki eiturgufur við bruna. Hinsvegar er til sérstök PE rör til að nota sem skólp rör og hafa þau t.d verið notuð í stað steinröra þar sem þau þola meiri þunga hedur en hefðbundin PVC rör. Ef notuð hafa verið 100mm Kaldavatnsrör í húsið hjá honum þá hefur það verið sérstaklega gott og sterkt rör þar sem að kaldavatnrörin þola meiri þrýsting heldur en PE affalsrörin.

Hérna er hlekku af set síðunni sem vísar á PE affalls rör.

http://www.set.is/documents/45-47.pdf

konni (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 23:22

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þessa færslu hefðirðu ekki átt að skrifa Brjánn.

Píparinn hefur hrópað upp af því að hann sá svart Reykjalundarrör, en átti von á appelsínugulu PVC. Þessi svörtu er lang sterkustu plaströrin, betri en steinrörin.

Sjálfur hef ég óvart togað í svart Reykjalundarrör með lítilli gröfu. Grafan lyfti sér en rörið slitnaði ekki sem betur fer. Þetta var kaldavatnsleiðsla mjórri en 10 mm.

Ég seldi Reykjalundarrör í 13 ár og aldrei fengið kvörtun!!! enda er þetta frábær framleiðsla.

Viggó Jörgensson, 12.7.2009 kl. 02:28

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gaman að fá athugasemdir. líka frá Kalla.

ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera sérfræðing í pípulögnum. langt í frá. enda er þessari færslu ekki ætlað að vera lærð grein um frárennslislagnir.

það bara rifjaðist upp þetta móment við lestur fréttarinnar og það sem ég skrifa hér er mestmegnis endursögn af orðum píparans.

Brjánn Guðjónsson, 12.7.2009 kl. 17:42

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en vissulega óvænt að ná að valda ótímabærum þvaglátum svo víða, með að rifja upp saklausa minningu.

Brjánn Guðjónsson, 13.7.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband