Fyrstu pylsunni bjargað

Mæðginin Jón Halldór Kristínarson og Kristín Harpa Halldórsdóttir hafa stefnt Pulsuvagninum við Tryggvagötu fyrir vörusvik.

Þau ákváðu að fá sér pylsu. Þar sem þau eru að norðan vildu þau ekki pulsu.

Þau mættu í pulsuvagninn við Tryggvagötu og báðu um tvær með öllu. Þá vildi svo til að þau fengu pulsur með fimm tegundum meðlætis; hráum lauk, steiktum lauk, tómatsósu, remúlaði og sinnepi.

Kristín spurði hverju þetta sætti. Í sinni heimabyggð fengi hún ennfremur rauðkál, súrkál og eldhússvask. Kristín segir ætla að bjarga þeirri pylsu [pulsu. leiðrétting blaðamanns] frá voðaverkum aðkomumanna, eins og Kristín kallar sunnlendinga.

Afgreiðsludama pulsuvagnsins tjáði henni að sunnan heiða fengjust ekki eldhússvaskar. Auk þess sem rauð- og súrkálsát tíðkaðkist ekki meðal heilbrigðra borgarbúa.

Kristín segir fara með málið til Stassborgar, gerist þess þörf.

„Ég er meira sár en reið“ sagði Kristín við fréttamann. „Ég fékk ekki einu sinni kók í bauk.“


mbl.is Fyrstu pysjunni bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Þessir Norðlendingar... þegar það er vont veður... þá kallast það aðkomuveður...

Brattur, 27.8.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nebblega

Brjánn Guðjónsson, 27.8.2009 kl. 23:01

3 identicon

En hvernig datt þeim í hug að fara í PULSUvagnin ef þeim langaði í pylsu, er það ekki eins og að fara í fiskbúð og ætla sér að kaupa eldhúsinnréttingu?

Steini Tuð (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband